Fara í efni

Múlavegur 26

Málsnúmer 202208017

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 56. fundur - 16.08.2022

Fyrir liggur erindi frá eiganda íbúðar í raðhúsi við Múlaveg 26 á Seyðisfirði varðandi það hvort sveitarfélagið vilji mögulega kaupa umrædda eign. Einnig liggja fyrir viðbrögð verkefnastjóra framkvæmda og félagsmálastjóra vegna erindisins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings felur sveitarstjóra að koma á viðræðum við íbúðareigendur varðandi möguleg kaup sveitarfélagsins á íbúð í raðhúsi við Múlaveg 26 á Seyðisfirði. Er niðurstöður liggja fyrir úr þeim viðræðum verður málið tekið fyrir að nýju í byggðaráði.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Byggðaráð Múlaþings - 60. fundur - 20.09.2022

Sveitarstjóri gerði grein fyrir samskiptum við eigendur íbúðar að Múlavegi 26 á Seyðisfirði varðandi möguleg kaup sveitarfélagsins á íbúðinni.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð samþykkir að fela sveitarstjóra að gera tilboð í umrædda íbúð að Múlavegi 26 á Seyðisfirði fyrir hönd sveitarfélagsins að upphæð kr. 23.000.000,-.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?