Fara í efni

Byggðaráð Múlaþings

60. fundur 20. september 2022 kl. 08:30 - 09:55 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Vilhjálmur Jónsson varaformaður
  • Ívar Karl Hafliðason aðalmaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Helgi Hlynur Ásgrímsson aðalmaður
  • Þröstur Jónsson áheyrnarfulltrúi
  • Guðný Lára Guðrúnardóttir varamaður
Starfsmenn
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
  • Inga Þorvaldsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Inga Þorvaldsdóttir fulltrúi á stjórnsýslusviði

1.Fjármál 2022

Málsnúmer 202201015Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri og sveitarstjóri fóru yfir og kynntu mál er varða fjármál og rekstur sveitarfélagsins.

2.Fjárhagsáætlun Múlaþings 2023 - 2026

Málsnúmer 202204221Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri og sveitarstjóri fóru yfir stöðu vinnu fjárhagsáætlunar Múlaþings 2023 og þriggja ára áætlunar 2024 til 2026 á grundvelli rammaáætlunar sem samþykkt var af sveitarstjórn 29. júní 2022.

3.Nýr golfvöllur við Egilsstaði

Málsnúmer 202110126Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Golfklúbbi Fljótsdalshéraðs ásamt yfirlýsingu frá eigendum Eiða auk hugmynda að nýjum golfvelli í landi Eiða.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráði líst vel á að eiga fund með fulltrúum Golfklúbbs Fljótsdalshéraðs varðandi framtíðarsýn hvað varðar rekstur og staðsetningu. Sveitarstjóra falið að koma á slíkum fundi.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu

Þröstur Jónsson lagði fram eftirfarindi bókun:
Legg fram eftirfarandi hugmynd: Einkaaðilar byggi upp fyrsta alþjóðlega golfvöll á Íslandi á Eiðum í samvinnu við GFH og eigendur Eiða. Það þarf að vinna viðskiptaáætlun fyrir slíkan völl til að meta fýsileika hans.
Þá þarf Múlaþing að huga vel að nýju aðalskipulagi sem gerir samgöngur frá/til alþjóðlegum tengipunktunum Egilsstaðaflugvelli og Seyðisfjarðarhöfn sem styttstar og einfaldastar án umferðar í gegnum Egilsstaði.
Slíkt verður aðeins tryggt með brú við Melshorn og vegtengingum þaðan og frá Fjarðarheiðargöngum norðan Eyvindarár sem báðar tengjast Úthéraðsvegi, norðan núverandi þéttbýlis á Egilsstöðum.

4.Múlavegur 26

Málsnúmer 202208017Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri gerði grein fyrir samskiptum við eigendur íbúðar að Múlavegi 26 á Seyðisfirði varðandi möguleg kaup sveitarfélagsins á íbúðinni.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð samþykkir að fela sveitarstjóra að gera tilboð í umrædda íbúð að Múlavegi 26 á Seyðisfirði fyrir hönd sveitarfélagsins að upphæð kr. 23.000.000,-.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

5.Öldugata 14 Seyðisfirði

Málsnúmer 202209107Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Skaftfelli Myndlistarmiðstöð á Austurlandi varðandi mögulega framtíðarnýtingu Skaftfells á húsnæði í eigu sveitarfélagsins að Öldugötu 14 á Seyðisfirði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð felur sveitarstjóra að skoða, ásamt eignasviði, nánar þá valkosti er ræddir voru á fundinum og verður málið tekið fyrir á ný er niðurstöður úr þeirri vinnu liggja fyrir.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

6.Forvarnar- og viðbragðsáætlun við streitu, kulnun og vanlíðan í starfi

Málsnúmer 202209025Vakta málsnúmer

Fyrir liggur til samþykktar forvarnar- og viðbragðsáætlun vegna streitu, kulnunar og vanlíðan í starfi auk minnisblaðs frá verkefnastjóra mannauðs þar sem farið er yfir feril málsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi forvarnar- og viðbragðsáætlun Múlaþings vegna streitu, kulnunar og vanlíðan í starfi og felur verkefnastjóra mannauðs að sjá til þess að hún verði virkjuð.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

7.Forvarnar- og viðbragðsáætlun vegna eineltis, kynbundinnar áreitni, kynferðislegrar áreitni og ofbeldis á vinnustað (EKKO).

Málsnúmer 202209024Vakta málsnúmer

Fyrir liggur til samþykktar forvarnar- og viðbragðsáætlun vegna eineltis, kynbundinnar áreitni, kynferðislegrar áreitni og ofbeldis á vinnustað (EKKO) auk minnisblaðs frá verkefnastjóra mannauðs þar sem farið er yfir feril málsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi forvarnar- og viðbragðsáætlun Múlaþings vegna eineltis, áreitni, kynferðislegrar áreitni og ofbeldis á vinnustað (EKKO) og felur verkefnastjóra mannauðs að sjá til þess að hún verði virkjuð.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

8.Viðhorfskönnun starfsfólks Múlaþings

Málsnúmer 202209115Vakta málsnúmer

Fyrir liggur viðhorfskönnun starfsfólks Múlaþings 2022 ásamt minnisblaðs verkefnastjóra mannauðs.

Lagt fram til kynningar.

9.Almannavarnarnefnd í umdæmi lögreglustjórans á Austurlandi - fundargerðir 2022

Málsnúmer 202201134Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð Almannavarnarnefndar í umdæmi lögreglustjórans á Austurlandi, dags. 05.09.2022.

Lagt fram til kynningar.

10.Fundargerðir stjórnar HEF - 2022

Málsnúmer 202201099Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð stjórnar HEF-veitna, dags. 13.09.2022.

Lagt fram til kynningar.

11.Erindi - Gamli skóli Seyðisfirði

Málsnúmer 202209105Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Skálanessetri ehf þar sem fram kemur áhugi á að kaupa húsnæði gamla skólans á Seyðisfirði og nýta undir menntun, miðlun og rannsóknir. Horft er til þess að af þessu gæti orðið er sveitarfélagið hefur ekki lengur þörf fyrir húsnæðið undir starfsemi grunnskóla.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings felur sveitarstjóra að koma því á framfæri við fulltrúa Skálanesseturs ehf. að fyrirliggjandi hugmyndir varðandi framtíðarnýtingu húsnæðisins verði teknar, auk annarra hugmynda, til skoðunar er fyrir liggur hvenær verði ekki lengur þörf fyrir húsnæðið undir starfsemi grunnskóla á Seyðisfirði.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Fundi slitið - kl. 09:55.

Getum við bætt efni þessarar síðu?