Fara í efni

Fyrirspurn um Hafnarhús vegna ferðaþjónustu

Málsnúmer 202208071

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Borgarfjarðar - 26. fundur - 18.08.2022

Fyrir liggur erindi frá Magnúsi Þór Hallssyni dagsett 13. ágúst þar sem spurt er um afstöðu heimastjórnar til starfsemi farþegasiglinga í höfninni og nýtingu aðstöðu í Hafnarhúsi til slíkrar starfsemi.

Heimastjórn Borgarfjarðar fagnar auknu framboði á afþreyingu fyrir ferðamenn á svæðinu og þakkar Magnúsi Þór Hallssyni erindið. Heimastjórn er jákvæð gagnvart slíkri starfsemi í höfninni að því gefnu að hún uppfylli gildandi lög og reglur um slíka starfsemi.

Heimastjórn telur m.v. fyrirliggjandi upplýsingar að starfsemin rúmist ekki í Hafnarhúsi.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?