Fara í efni

Heimastjórn Borgarfjarðar

26. fundur 18. ágúst 2022 kl. 13:00 - 16:00 á skrifstofu sveitarfélagsins, Borgarfirði
Nefndarmenn
  • Eyþór Stefánsson formaður
  • Alda Marín Kristinsdóttir aðalmaður
  • Ólafur Arnar Hallgrímsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Jón Þórðarson fulltrúi sveitarstjóra
Fundargerð ritaði: Jón Þórðarsson fulltrúi sveitarstjóra

1.Vindorka í Múlaþingi

Málsnúmer 202111136Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að niðurstöðu verkefnis um greiningu vindorkukosta í Múlaþingi.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 21. júní 2022:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að vísa fyrirliggjandi drögum til umfjöllunar og umsagna hjá heimastjórnum Múlaþings. Málið verður tekið fyrir að nýju hjá ráðinu þegar umsagnir liggja fyrir.

Heimastjórn Borgarfjarðar telur að fyrirliggjandi drög að greiningu vindorkukosta í Múlaþingi séu gagnleg og vel unnin m.v. þær forsendur sem þar er stuðst við. Heimastjórn Borgarfjarðar gerir ekki athugasemdir við greininguna fyrir sitt leyti.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu

2.Ársfundur náttúruverndarnefnda 2022

Málsnúmer 202207001Vakta málsnúmer

Fyrir liggur frá Umhverfisstofnun tölvupóstur, dagsettur 30. júní 2022, þar sem vakin er athygli á ársfundi
náttúruverndarnefnda og Umhverfisstofnunar sem haldinn verður þann 10. nóvember 2022 í Grindavík.

Jafnframt liggja fyrir gögn um hlutverk náttúruverndarnefnda en fyrirhugaður er fundur heimastjórna með umhverfisstofnun um hlutverk náttúruverndarnefnda.

Heimastjórn Borgarfjarðar samþykkir að fulltrúi heimastjórnarinnar mæti á ársfundinn.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu

3.Erindi vegna fjallahjólreiða á Borgarfirði

Málsnúmer 202208069Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi dagsett 15.ágúst 2022 frá Árna Magnúsi Magnusson þar sem óskað er eftir afstöðu heimastjórnar til uppbyggingar á fjallahjólreiðaleiðum.

Heimastjórn Borgarfjarðar fagnar auknu framboði á afþreyingu fyrir ferðamenn á svæðinu og þakkar Árna Magnúsi Magnusson erindið.

Byggðaráð Múlaþings fer með ráðstöfun lands í eigu sveitafélagsins. Heimastjórn getur ekki tekið afstöðu til óskilgreindra hjólaleiða og leggur til að leitað verði til heimastjórnar þegar hönnun hjólaleiða liggur fyrir.

Heimastjórn er jákvæð fyrir uppbyggingu slíkra leiða en bendir á að slíkt þarf að gerast í sátt og samstarfi við landeigendur og aðra hagsmunaaðila á svæðinu.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

4.Gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir Stórurð og svæðið norðan Dyrfjalla

Málsnúmer 202207041Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bréf frá Umhverfisstofnun, dagsett 28. júní 2022, þar sem óskað er eftir að Múlaþing tilnefni tvo fulltrúa í samstarfshóp um gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir landslagsverndarsvæðið norðan Dyrfjalla og náttúruvættið Stórurð.

Heimastjórn Borgarfjarðar var falið að tilnefna einn fulltrúa í samstarfshópinn og samþykkir að tilnefna Eyþór Stefánsson í hópinn.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

5.Fjallskil 2022

Málsnúmer 202206066Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga að gangnaseðli og fjallskilareikningi fyrir árið 2022.

Skoða má gangnaseðil á skrifstofu sveitarfélagsins á Borgarfirði.

Göngur í Loðmundarfirði fara fram helgina 3. - 4. september.

Heimastjórn staðfestir fyrirliggjandi tillögur.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

6.Fyrirspurn um Hafnarhús vegna ferðaþjónustu

Málsnúmer 202208071Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Magnúsi Þór Hallssyni dagsett 13. ágúst þar sem spurt er um afstöðu heimastjórnar til starfsemi farþegasiglinga í höfninni og nýtingu aðstöðu í Hafnarhúsi til slíkrar starfsemi.

Heimastjórn Borgarfjarðar fagnar auknu framboði á afþreyingu fyrir ferðamenn á svæðinu og þakkar Magnúsi Þór Hallssyni erindið. Heimastjórn er jákvæð gagnvart slíkri starfsemi í höfninni að því gefnu að hún uppfylli gildandi lög og reglur um slíka starfsemi.

Heimastjórn telur m.v. fyrirliggjandi upplýsingar að starfsemin rúmist ekki í Hafnarhúsi.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

7.Gangnaboð og gangnaseðlar 2022

Málsnúmer 202208007Vakta málsnúmer

Byggðarráð bókaði eftirfarandi á fundi sínum. 16. ágúst:

Byggðaráð tekur undir þá tillögu að gjaldi fyrir dagsverk er fram kemur í minnisblaði verkefnastjóra umhverfismála og beinir því til heimastjórna að taka málið til umfjöllunar og afgreiðslu.

Heimastjórn Borgarfjarðar gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemdir við framkomnar tillögur.


Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

8.Fundir Heimastjórnar Borgarfjarðar

Málsnúmer 202010615Vakta málsnúmer

Næsti reglulegi fundur Heimastjórnar Borgarfjarðar er mánudaginn 12.september. Erindi fyrir fundinn þurfa að berast fyrir kl. 12:00 fimmtudaginn 8.september.

Erindi skal senda annað hvort á netfangið jon.thordarson@mulathing.is eða eythor.stefansson@mulathing.is eða bréfleiðis til Hreppsstofu.

Fundi slitið - kl. 16:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?