Fara í efni

Umsókn um lóð, Miðvangur 8

Málsnúmer 202208148

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 62. fundur - 05.09.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn frá Sigurgarði ehf., dagsett 30. ágúst 2022, um lóðina Miðvangur 8 á Egilsstöðum.
Að félaginu stendur starfshópur innan Félags eldri borgara á Fljótsdalshéraði sem hefur fundað með verktökum og starfsmönnum sveitarfélagsins um nokkurt skeið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í erindið og samþykkir að Sigurgarði ehf. verði veitt vilyrði fyrir lóðinni að Miðvangi 8 á meðan unnið verði að frekari útfærslu verkefnisins og hugsanlegum breytingum á skipulagi.
Ráðið telur uppbyggingu sem þessa mikilvægt skref í uppbyggingu Straums, nýs miðbæjar á Egilsstöðum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?