Fara í efni

Umsókn um lóð, Miðvangur 8

Málsnúmer 202208148

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 62. fundur - 05.09.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn frá Sigurgarði ehf., dagsett 30. ágúst 2022, um lóðina Miðvangur 8 á Egilsstöðum.
Að félaginu stendur starfshópur innan Félags eldri borgara á Fljótsdalshéraði sem hefur fundað með verktökum og starfsmönnum sveitarfélagsins um nokkurt skeið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í erindið og samþykkir að Sigurgarði ehf. verði veitt vilyrði fyrir lóðinni að Miðvangi 8 á meðan unnið verði að frekari útfærslu verkefnisins og hugsanlegum breytingum á skipulagi.
Ráðið telur uppbyggingu sem þessa mikilvægt skref í uppbyggingu Straums, nýs miðbæjar á Egilsstöðum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Byggðaráð Múlaþings - 103. fundur - 09.01.2024

Fyrir liggur erindi frá Sigurgarði ehf. varðandi mögulega niðurfellingu gatnagerðargjalds.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að vísa fyrirliggjandi erindi frá Sigurgarði ehf varðandi mögulega niðurfellingu gatnagerðargjalds til umhverfis- og framkvæmdaráðs til umsagnar. Málið verður tekið fyrir til afgreiðslu í byggðaráði er umsögn umhverfis- og framkvæmdaráðs liggur fyrir.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 105. fundur - 22.01.2024

Á 103. fundi byggðaráðs Múlaþings var samþykkt að óska eftir umsögn umhverfis- og framkvæmdaráðs um erindi frá Sigurgarði ehf. varðandi mögulega niðurfellingu gatnagerðargjalda á Miðvangi 8 á Egilsstöðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að í stað 50% afsláttar vegna dýptar, sem ráðið samþykkti á fundi 26. júní 2023, verði veittur allt að 75% afsláttur af gatnagerðargjaldi. Uppfærist bókun ráðsins frá umræddum fundi til samræmis og verður eftirfarandi:

Í samræmi við a) hluta 5. gr. gjaldskrár skipulags- og byggingarmála í Múlaþingi samþykkir umhverfis- og framkvæmdaráð að veittur verði allt að 75% heildarafsláttur, vegna dýptar undir gólfplötu, af gatnagerðargjaldi lóða fyrir íbúðarhúsnæði á skilgreindu miðbæjarsvæði Egilsstaða. Afsláttur þessi verður veittur út árið 2025 og á eingöngu við um byggingarhæfar lóðir sem eru Miðvangur 8, Kaupvangur 20 og Sólvangur 2, 4 og 6.

Samþykkt samhljóða.

Byggðaráð Múlaþings - 105. fundur - 30.01.2024

Fyrir liggur bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 22.01.2024, varðandi erindi frá Sigurgarði ehf. varðandi mögulega niðurfellingu gatnagerðargjalda.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til afgreiðslu umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 22.01.2024, staðfestir byggðaráð Múlaþings að veittur verði allt að 75% heildarafsláttur, vegna dýptar undir gólfplötu, af gatnagerðargjaldi tiltekinna lóða fyrir íbúðarhúsnæði á skilgreindu miðbæjarsvæði Egilsstaða. Afsláttur þessi verður veittur út árið 2025 og á m.a. við um lóðina Miðvang 8. Sveitarstjóra falið að koma upplýsingum varðandi þessa afgreiðslu á framfæri við stjórn Sigurgarðs ehf.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 109. fundur - 26.02.2024

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi dags. 21. febrúar 2024 frá Sigurgarði ehf., lóðarhafa við Miðvang 8 á Egilsstöðum, þar sem óskað er eftir heimild til gerðar lóðaleigusamnings með vísan til 7. greinar reglna Múlaþings um úthlutun lóða. Sigurjón Bjarnason fylgdi erindinu eftir á fundinum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð heimilar að veita lóðaleigusamning til Sigurgarðs ehf., með vísan til 7. greinar reglna Múlaþings um úthlutun lóða.
Forsendur fyrir ákvörðun ráðsins er að fyrir liggur samningur um framkvæmdina sem að mati ráðsins uppfyllir nauðsynleg skilyrði í þessu tilviki til gerðar lóðaleigusamnings.
Ráðið sýnir því skilning að framkvæmdir hafi tafist vegna meiri dýptar á lóð en áætlað var og vísar einnig til þess að umrætt verkefni er um margt sérstakt á landsvísu og samfélagslega mikilvægt.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Sigurjón Bjarnason - mæting: 09:00
Getum við bætt efni þessarar síðu?