Fara í efni

Byggðaráð Múlaþings

105. fundur 30. janúar 2024 kl. 08:30 - 12:05 í fjarfundi
Nefndarmenn
 • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
 • Vilhjálmur Jónsson varaformaður
 • Ívar Karl Hafliðason aðalmaður
 • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
 • Helgi Hlynur Ásgrímsson aðalmaður
 • Þröstur Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
 • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
 • Inga Þorvaldsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Inga Þorvaldsdóttir fulltrúi sveitarstjóra
Gera þurfti 20 mínútna hlé á fundi vegna rafmagnsleysis á Egilsstöðum

1.Fjármál 2024

Málsnúmer 202401001Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri og sveitarstjóri fóru yfir og kynntu mál er varða fjármál og rekstur sveitarfélagsins.

2.Málstefna

Málsnúmer 202309028Vakta málsnúmer

Inn á fundinn kom Óðinn Gunnar Óðinsson, skrifstofustjóri Múlaþings, og fór yfir drög að Málstefnu Múlaþings sem er í vinnslu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að fela skrifstofustjóra að vinna áfram að Málstefnu Múlaþings í samræmi við umræðu á fundinum og leggja tillögu fyrir byggðaráð til formlegrar afgreiðslu er þeirri vinnu verður lokið.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Gestir

 • Óðinn Gunnar Óðinsson - mæting: 09:35

3.Menningarstyrkir 2024

Málsnúmer 202311041Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga að fyrri úthlutun menningarstyrkja Múlaþings fyrir árið 2024 samtals að fjárhæð um 7,9 millj.kr., á grundvelli umsókna. Einnig er lagt til að skoðað verði að skipa varafulltrúa í faghóp um úthlutun menningarstyrkja. Jónína Brá Árnadóttir, verkefnastjóri menningarmála, kom inn á fundinn undir þessum lið.

Undir þessum lið vakti Vilhjálmur Jónsson máls á vanhæfi sínu vegna þáttöku í styrkumsókn.
Formaður lagði málið fram til afgreiðslu sem var samþykkt samhljóða. Vék Vilhjálmur af fundi undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir framlagðar tillögur að fyrri úthlutun menningarstyrkja Múlaþings fyrir árið 2024 og felur verkefnastjóra menningarmála að annast úthlutun í samræmi við gildandi reglur. Byggðaráð Múlaþings samþykkir jafnframt að skipaðir verði varafulltrúar í faghóp um úthlutun menningarstyrkja og felur verkefnastjóra menningarmála að óska eftir skipan varafulltrúa frá ungmennaráði og fjölskylduráði en byggðaráð mun taka til afgreiðslu skipan varafulltrúa byggðaráðs á næsta fundi.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Gestir

 • Jónína Brá Árnadóttir - mæting: 10:00

4.Leiðbeiningar m.a. um skipan sveitarstjórna, ritun fundagerða og fjarfundi sveitarstjórna

Málsnúmer 202110018Vakta málsnúmer

Fyrir liggur minnisblað frá skrifstofustjóra varðandi áherslur í 39. grein samþykktar um stjórn Múlaþings er snýr að framkvæmd fjarfunda m.a.

Lagt fram til kynningar.

5.Haustþing SSA og aðgerðaráætlanir 2023

Málsnúmer 202309159Vakta málsnúmer

Fyrir liggja tillögur að aðgerðum frá haustþingi SSA sem haldið var 28. til 29. september 2023. Meðfylgjandi tillögum er vísað til byggðaráðs og atvinnu- og menningarmálastjóra.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Varðandi verkefnið er snýr að einföldun regluverks í tengslum við matvælaframleiðslu í sveitarfélaginu samþykkir byggðaráð að fela sveitarstjóra að láta taka saman upplýsingar um umfang og staðsetningu slíkra verkefna í sveitarfélaginu. Er þær upplýsingar liggja fyrir mun byggðaráð taka ákvörðun varðandi næstu skref.

Varðandi samstarf við atvinnulífið styður byggðaráð þær hugmyndir að ferli er liggja fyrir og felur atvinnu- og menningarmálastjóra að móta tillögur varðandi nánari útfærslu og leggja fyrir byggðaráð. Áhersla er lögð á að horft verði til þess að efla samstarf milli sveitarfélagsins og atvinnulífsins.

Varðandi hvata til fjárfestinga í ferðaþjónustu samþykkir byggðaráð að fela atvinnu- og menningarmálastjóra að láta vinna tillögur að því með hvaða hætti megi auka hvata til fjárfestinga í ferðaþjónustu í sveitarfélaginu, t.d. með áherslu á kynningarmál.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

6.Notkun fána við stofnanir Múlaþings

Málsnúmer 202401145Vakta málsnúmer

Fyrir liggur minnisblað frá skrifstofustjóra Múlaþings varðandi leiðbeiningar um notkun fána í fánastöngum við stofnanir Múlaþings. Jafnframt liggur fyrir tölvupóstur frá Þresti Jónssyni sveitarstjórnarfulltrúa varðandi kvartanir er snúa að nýtingu fánastanga í eigu sveitarfélagsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi tillögur að leiðbeiningum um flöggun fána í fánastöngum við stofnanir Múlaþings og felur sveitarstjóra að sjá til þess að þær verði virkjaðar.

Samþykkt með 3 atkvæðm, einn sat hjá (HÞ) og einn á móti (HHÁ)

7.Erindi varðandi Gamla Skóla

Málsnúmer 202311238Vakta málsnúmer

Inn á fundinn undir þessum lið komu fulltrúar LungA skólans, þau Heiðdís Hólm Guðmundsdóttir og Mark Rohtmaa-Jackson, og gerðu grein fyrir þeim hugmyndum er viðkomandi hafa varðandi framtíðarnýtingu Gamla skólans á Seyðisfirði.

Gestir

 • Heiðdís Hólm Guðmundsdóttir og Mark Rohtmaa-Jackons - mæting: 10:50

8.Umsókn um lóð, Miðvangur 8

Málsnúmer 202208148Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 22.01.2024, varðandi erindi frá Sigurgarði ehf. varðandi mögulega niðurfellingu gatnagerðargjalda.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til afgreiðslu umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 22.01.2024, staðfestir byggðaráð Múlaþings að veittur verði allt að 75% heildarafsláttur, vegna dýptar undir gólfplötu, af gatnagerðargjaldi tiltekinna lóða fyrir íbúðarhúsnæði á skilgreindu miðbæjarsvæði Egilsstaða. Afsláttur þessi verður veittur út árið 2025 og á m.a. við um lóðina Miðvang 8. Sveitarstjóra falið að koma upplýsingum varðandi þessa afgreiðslu á framfæri við stjórn Sigurgarðs ehf.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.








Fundi slitið - kl. 12:05.

Getum við bætt efni þessarar síðu?