Fara í efni

Samningur um sameiginlegt umdæmisráð barnaverndar á landsvísu - drög

Málsnúmer 202209019

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð Múlaþings - 50. fundur - 06.09.2022

Lögð eru fyrir fjölskylduráð drög að samningi um umdæmisráð barnaverndar sem unnið hefur verið að í samvinnu við önnur sveitarfélög, ráðuneyti og Samband íslenskra sveitarfélaga. Fjölskylduráð Múlaþings samþykkir drög að samningi um umdæmisráð barnaverndar á landsvísu fyrir sitt leyti. Ljóst er að samningurinn mun taka breytingum á fundi aðildarsveitarfélaga á morgun. Ráðið telur fara best á því að samningurinn fari beint til sveitarstjórnar til samþykktar í kjölfar fundarins í ljósi naums tímaramma.
Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 27. fundur - 14.09.2022

Fyrir liggur samningur um umdæmisráð barnaverndar sem unnin hefur verið í samvinnu við önnur sveitarfélög, ráðuneyti og Samband íslenskra sveitarfélaga.

Til máls tók: Björg Eyþórsdóttir

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Í samræmi við bókun fundar fjölskylduráðs, dags. 06.09.2022, samþykkir sveitarstjórn Múlaþings að sveitarstjóri undirriti, fyrir hönd sveitarfélagsins, fyrirliggjandi samning um umdæmisráð barnaverndar á landsvísu. Félagsmálastjóra falið að koma samningnum í framkvæmd.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 31. fundur - 21.12.2022

Fyrir liggur tillaga að breyttum samningi um umdæmisráð barnaverndar sem unninn hefur verið af valnefnd í samráði við möguleg aðildarsveitarfélög á undanförnum vikum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir að sveitarstjóri undirriti, fyrir hönd sveitarfélagsins, fyrirliggjandi breyttan samning um umdæmisráð barnaverndar á landsvísu. Félagsmálastjóra falið að koma samningnum í framkvæmd.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?