Fara í efni

Sveitarstjórn Múlaþings

31. fundur 21. desember 2022 kl. 14:00 - 14:10 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Jónína Brynjólfsdóttir forseti
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir aðalmaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Helgi Hlynur Ásgrímsson aðalmaður
  • Ívar Karl Hafliðason aðalmaður
  • Vilhjálmur Jónsson aðalmaður
  • Eyþór Stefánsson aðalmaður
  • Guðný Lára Guðrúnardóttir aðalmaður
  • Þröstur Jónsson aðalmaður
  • Björg Eyþórsdóttir aðalmaður
  • Ásrún Mjöll Stefánsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
  • Inga Þorvaldsdóttir fundarritari
  • Hrund Erla Guðmundsdóttir starfsmaður tæknisviðs
Fundargerð ritaði: Inga Þorvaldsdóttir fulltrúi á stjórnsýslusviði

1.Hækkun útsvarsálagningar vegna fjármögnunar þjónustu við fatlað fólk

Málsnúmer 202212162Vakta málsnúmer

Fyrir liggur samkomulag á milli ríkis og sveitarfélaga, dags. 16.12.2022, varðandi fjármögnun þjónustu við fatlað fólk og hækkun útsvarsálagningar.

Til máls tók: Berglind Harpa Svavarsdóttir

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Með vísan til ákvæða varðandi breytingu á fjármögnun á þjónustu við fatlað fólk í fyrirliggjandi samkomulagi á milli ríkis og sveitarfélaga, dags. 16.12.2022, er byggir á breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga sem samþykkt var á Alþingi 16.12.2022, samþykkir sveitarstjórn Múlaþings að álagningahlutfall útsvars fyrir árið 2023 hækki um 0,22% og verði 14,74%.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Samningur um sameiginlegt umdæmisráð barnaverndar á landsvísu

Málsnúmer 202209019Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga að breyttum samningi um umdæmisráð barnaverndar sem unninn hefur verið af valnefnd í samráði við möguleg aðildarsveitarfélög á undanförnum vikum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir að sveitarstjóri undirriti, fyrir hönd sveitarfélagsins, fyrirliggjandi breyttan samning um umdæmisráð barnaverndar á landsvísu. Félagsmálastjóra falið að koma samningnum í framkvæmd.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 14:10.

Getum við bætt efni þessarar síðu?