Fara í efni

Opið bréf til sveitarstjórnar og heimastjórnar Seyðisfjarðar

Málsnúmer 202209031

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 26. fundur - 12.09.2022

Erindi barst frá VÁ félag um vernd fjarðar dags.2.september 2022.
Heimastjórn Seyðisfjarðar áréttar að skipulagsvinnan er nú í faglegu lögbundnu ferli en hvetur þá sem vilja láta sig skipulagstillöguna varða að koma athugasemdum á framfæri við þar til bæra aðila. Frestur til að skila inn umsögn til Skipulagsstofunar er til 15.september.
Heimastjórn vísar málinu til umfjöllunar hjá sveitarstjórn.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 27. fundur - 14.09.2022

Fyrir liggur bréf til sveitarstjórnar frá VÁ Félag um vernd fjarðar þar sem gerðar eru athugasemdir við vinnu við gerð strandsvæðisskipulags m.a.

Til máls tóku: Guðrún Ásta Tryggvadóttir, Jónína Brynjólfsdóttir, Þröstur Jónsson, Hildur Þórisdóttir bar upp fyrirspurn, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Eyþór Stefánsson, Ívar Karl Hafliðason, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Guðný Lára Guðrúnardóttir, Eyþór Stefánsson með fyrirspurn, Jónína Brynjólfsdóttir svarar fyrirspurn Eyþórs Stefánssonar, Helgi Hlynur Ásgrímsson með andsvar við Guðný Láru Guðrúnardóttur, Guðrún Ásta Tryggvadóttir, Eyþór Stefánsson með andsvar og fyrirspurn, Berglind Harpa Svavarsdóttir svarar fyrirspurn Eyþórs Stefánssonar, Þröstur Jónsson og Ívar Karl Hafliðason.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings vekur athygli á að vinna við gerð strandsvæðisskipulags er í lögbundnu ferli sem ekki er í höndum sveitarfélagsins. Sveitarfélagið hefur komið með formlegum hætti á framfæri athugasemdum varðandi skipulagsgerðina þar sem m.a. hefur verið vakin athygli á að æskilegt væri að skipulagvald sveitarfélaga næði til hafsvæða inni á fjörðum.

Samþykkt með 8 atkvæðum, einn sat hjá (ÞJ) og tveir á móti (HHÁ,GÁT)

V-listi (GÁT og HHÁ) lagði fram eftirfarandi bókun:
Eftir að sveitarstjórn bárust undirskriftir 55% íbúa á Seyðisfirði átti það að vera baráttumál hennar að koma í veg fyrir laxeldi í firðinum. Andstaða íbúa voru næg rök í okkar huga til reyna að koma í veg fyrir þessi áform. Í þessu bréfi VÁ og víðar hafa komið fram fjölmörg rök til viðbótar og þegar þetta er allt vegið saman eru áformin í okkar huga glórulaus. Lega Farice 1 strengsins, ofanflóðahætta, öryggi siglingaleiða, marglyttu blómi, hafíshætta, þörungablómi o.s.f. Laxeldi í opnum sjókvíum er sóðaleg atvinnustarfsemi sem á vonandi ekki langt líf fyrir höndum. Bara nú á síðustu mánuðum hafa verið fréttir af undanþágum laxeldisfyrirtækjanna til ásætuvarna með efnum sem eru hættuleg fyrir umhverfið, fjöldadauða í kvíum vegna sára og laxalúsar og blóðþorra. Tilraunin með laxeldi í fjörðum hér austanlands er nógu stór nú þegar til að lærdóm sé hægt að draga af henni og fullkominn óþarfi að bæta Seyðisfirði inn í yfirstandandi tilraun.
Getum við bætt efni þessarar síðu?