Fara í efni

Aðalskipulagsbreyting, Fletir og Hlíðarhús, Efnisnámur

Málsnúmer 202209038

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 67. fundur - 24.10.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn frá Vegagerðinni um að efnisnámur, annars vegar í landi Hlíðarhúsa og hins vegar við Fleti á Eyvindarárdal, verði færðar inn á Aðalskipulag Fljótsdalshéraðs 2008-2028.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við sveitarstjórn að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 þar sem umbeðnum efnistökusvæðum verði bætt inn á skipulag.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 29. fundur - 09.11.2022

Fyrir liggur bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 24.10.2022, þar sem því er beint til sveitarstjórnar Múlaþings að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Fljótsdalshérað 2008-2028 þar sem efnistökusvæðum verði bætt inn á skipulag.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir þá tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs að efnisnámur, annars vegar í landi Hlíðarhúsa og hins vegar við Fleti í Eyvindarárdal, verði færðar inn á Aðalskipulag Fljótsdalshéraðs 2008-2028. Skipulagsfulltrúa falið að láta vinna breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 í samræmi við fyrirliggjandi gögn

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 79. fundur - 06.03.2023

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur tillaga, dagsett 24. febrúar 2023, um að efnisnámur við Flatir og Hlíðarhús verði færðar inn á Aðalskipulag
Fljótsdalshéraðs 2008-2028.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að farið verði með breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028, þar sem efnisnámum við Flatir og í landi Hlíðarhúsa, verði bætt inn á gildandi skipulag, sem óverulega breytingu sbr. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin er ekki talin hafa veruleg áhrif á landnotkun né eru áhrif hennar metin mikil á einstaka aðila eða stórt landsvæði.

Samþykkt samhljóða.

Sveitarstjórn Múlaþings - 34. fundur - 15.03.2023

Fyrir liggur bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs Múlaþings, dags. 06.03.23, þar sem tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2020 varðandi efnisnámur var til umfjöllunar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs samþykkir sveitarstjórn Múlaþings að fyrirliggjandi tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2020 þar sem efnisnámum við Flatir og í landi Hlíðarhúsa verði bætt inn á gildandi skipulag sem óverulegri breytingu sbr. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og felur skipulagsfulltrúa framkvæmd málsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?