Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings

67. fundur 24. október 2022 kl. 08:30 - 12:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Ólafur Áki Ragnarsson varaformaður
  • Ásdís Hafrún Benediktsdóttir aðalmaður
  • Eiður Gísli Guðmundsson aðalmaður
  • Björgvin Stefán Pétursson varamaður
  • Ásrún Mjöll Stefánsdóttir aðalmaður
  • Pétur Heimisson aðalmaður
  • Hannes Karl Hilmarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Hugrún Hjálmarsdóttir framkvæmda- og umhverfismálastjóri
  • Sóley Valdimarsdóttir ritari
Fundargerð ritaði: Sóley Valdimarsdóttir ritari á umhverfis- og framkvæmdarsviði
Hannes Karl Hilmarsson, fulltrúi M-lista, sat fundinn undir liðum 1 og 2.

1.Fjárhagsáætlun umhverfis- og framkvæmdasviðs 2023

Málsnúmer 202208143Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja tillögur að fjárhagsáætlunum ársins 2023, annars vegar fyrir umhverfis- og framkvæmdarsvið og hins vegar fyrir slökkvilið Múlaþings. Jafnframt er lögð fram tillaga að fjárfestingaráætlun 2023-2032.
Fjármálastjóri Múlaþings situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi fjárhagsáætlanir fyrir umhverfis- og framkvæmdasvið og slökkvilið Múlaþings og vísar þeim til byggðaráðs til staðfestingar.

Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir tíu ára fjárfestingaráætlun Múlaþings, með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum. Ráðið beinir því jafnframt til byggðaráðs að leita leiða, meðal annars með samtali við ríkisvaldið, til þess að færa framkvæmdir við Safnahúsið á Egilsstöðum aftar í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins svo flýta megi framkvæmdum við grunnskólann á Seyðisfirði og björgunarmiðstöð á Djúpavogi.

Umhverfis- og framkvæmdaráð beinir því til Slökkviliðsstjóra Múlaþings að taka upp samninga við samstarfssveitarfélög sín vegna kostnaðarþátttöku í brunavörnum Múlaþings.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Gestir

  • Guðlaugur Sæbjörnsson - mæting: 08:30

2.Húsnæðisáætlun Múlaþings, endurskoðun fyrir 2023

Málsnúmer 202210141Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur að taka ákvörðun um endurskoðun húsnæðisáætlunar Múlaþings fyrir árið 2023.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fela framkvæmda- og umhverfismálastjóra að hefja endurskoðun húsnæðisáætlunar fyrir næsta ár með þær ábendingar sem fram komu á fundinum til hliðsjónar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Gjaldskrár 2023

Málsnúmer 202209205Vakta málsnúmer

Verkefnastjóri fjármála á umhverfis- og framkvæmdasviði kynnir drög að breytingum á gjaldskrá skipulags- og byggingarmála annars vegar og gjaldskrá þjónustumiðstöðva Múlaþings hins vegar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi tillögur að gjaldskrám fyrir árið 2023.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Gestir

  • Vordís Jónsdóttir - mæting: 10:45

4.Aðalskipulagsbreyting, Efnisnáma, Ketilsstaðir 2

Málsnúmer 202210120Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn, dagsett 19. október 2022, um að efnisnáma við Kiðueyri í Grímsá í landi Ketilsstaða 2 verði færð inn á Aðalskipulag Fljótsdalshéraðs 2008-2028.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við sveitarstjórn að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 þar sem umbeðnu efnistökusvæði verði bætt inn á skipulag.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Aðalskipulagsbreyting, Fletir og Hlíðarhús, Efnisnámur

Málsnúmer 202209038Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn frá Vegagerðinni um að efnisnámur, annars vegar í landi Hlíðarhúsa og hins vegar við Fleti á Eyvindarárdal, verði færðar inn á Aðalskipulag Fljótsdalshéraðs 2008-2028.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við sveitarstjórn að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 þar sem umbeðnum efnistökusvæðum verði bætt inn á skipulag.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Umsókn um lóð, Faxagerði 3

Málsnúmer 202011100Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi frá lóðarhafa að Faxagerði 3, dagsett 28. september 2022, þar sem ferli við innköllun lóðarinnar er mótmælt.
Verkefnastjóri fjármála situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð staðfestir að málsmeðferð við innköllun lóðarinnar hafi verið í samræmi við reglur um úthlutun lóða hjá Múlaþingi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Gestir

  • Vordís Jónsdóttir - mæting: 11:10

7.Umsókn um byggingarheimild, Mánatröð 16, 700,

Málsnúmer 202208075Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur að nýju erindi vegna fyrirhugaðra byggingaráforma við Mánatröð 16 á Egilsstöðum. Grenndarkynningu áformanna lauk þann 19. október án athugasemda.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð staðfestir að grenndarkynningu byggingaráforma við Mánatröð 16 á Egilsstöðum sé lokið án athugasemda.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Fundir umhverfis- og framkvæmdaráðs 2022-2026

Málsnúmer 202206051Vakta málsnúmer

Lögð er fram tillaga til breytingar á fundardagskrá umhverfis- og framkvæmdaráðs. Lagt er til að næsti fundur ráðsins verði haldinn þann 14. nóvember 2022.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu um að næsti fundur ráðsins verði haldinn þann 14. nóvember nk.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Umsagnarbeiðni um tillögu til þingsályktunar, Endurskoðun á laga- og reglugerðarumhverfi sjókvíaeldis, 9. mál

Málsnúmer 202210084Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsagnarbeiðni um tillögu til þingsályktunar, endurskoðun á laga- og reglugerðarumhverfi sjókvíaeldis, 9. mál. Frestur til að skila umsögn er til 27. október 2022.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að standa við fyrri umsögn sem ráðið samþykkti á fundi sínum 23. febrúar 2022 við tillögu til þingsályktunar um endurskoðun á laga- og reglugerðaumhverfi sjókvíaeldis, 93. mál.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.


Fulltrúar V-lista (ÁMS og PH) leggja fram eftirfarandi bókun:
Nauðsynlegt er að sveitarfélög fái skýrari heimildir til gjaldtöku vegna iðnaðar sem fer þar fram. Þó er fullyrðingin „Sveitarfélögin njóta þess mikla drifkrafts sem fiskeldið hefur í för með sér. Íbúum fjölgar, atvinnutækifærin verða fjölbreyttari og aldurspíramídinn breytist því hlutfallsleg fjölgun yngra fólks hefur orðið í umræddum sveitarfélögum“ órökstudd og ekki hægt að fullyrða á slíkan hátt um alla staði. Því gerum við athugasemd við þetta orðalag. Í greinargerð með þingsályktunartillögunni er líka talað um samfélagssáttmála um fiskeldi á Vestfjörðum. Því skal áréttað að slíkur sáttmáli um fiskeldi á Austfjörðum er ekki til og alls ekki í Múlaþingi. Það er alvarlegt þegar um er að ræða svo umdeilda aðferð til matvælaframleiðslu sem eldi í opnum sjókvíum er.

10.Skýrsla um starfsemi Ofanflóðanefndar 2018-2021

Málsnúmer 202210105Vakta málsnúmer

Lögð er fram til kynningar skýrsla frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu um starfsemi Ofanflóðanefndar vegna tímabilsins 2018-2021.

Fundi slitið - kl. 12:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?