Fara í efni

Tómstundaframlag Múlaþings 2023

Málsnúmer 202209100

Vakta málsnúmer

Ungmennaráð Múlaþings - 18. fundur - 21.11.2022

Ungmennaráð hvetur fjölskylduráð til að skoða af alvöru að hækka tómstundastyrk sveitarfélagsins. Skv. úttekt ASÍ á frístundastyrkjum hjá 20 stærstu sveitarfélögum landsins fyrr í haust er styrkur Múlaþings með þeim lægstu og er upphæð sú sama og fyrir sameiningu. Það er dýrt að greiða gjöld fyrir þátttöku barna í tómstundum og með því að hækka styrkinn telur ungmennaráð að tækifæri barna og ungmenna aukist til að stunda þær íþróttir og tómstundir sem í boði eru, óháð félagslegum aðstæðum, t.d. fjárhag foreldra og búsetu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fjölskylduráð Múlaþings - 58. fundur - 06.12.2022

Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi reglur um tómstundaframlag Múlaþings fyrir árið 2023.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?