Fara í efni

Sænautasel

Málsnúmer 202209144

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 61. fundur - 27.09.2022

Fyrir liggur minnisblað þar sem fram kemur að núverandi rekstraraðili Sænautasels mun hætta rekstri frá og með hausti í ár. Einnig kom fram að nýr rekstraraðili er tilbúinn til að taka að sér reksturinn næstu tvö árin á sömu forsendum og verið hefur samkvæmt gildandi samningi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings þakkar Lilju Óladóttur það góða starf er hún hefur sinnt sem rekstraraðili Sænautasels undanfarin þrjátíu ár. Jafnframt samþykkir byggðaráð að samið verði við Björn Hall Gunnarsson um rekstur Sænautasels næstu tvö árin á sömu forsendum og verið hefur samkvæmt gildandi samningi. Sveitarstjóra falið að ganga frá samningi við viðkomandi fyrir hönd sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu

Byggðaráð Múlaþings - 142. fundur - 04.02.2025

Til umfjöllunar er samkomulag um Heiðabýlið Sænautasel sem rann út 31. desember 2024.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að fela verkefnastjóra á sviði menningarmála að ganga frá nýju samkomulagi um Heiðarbýlið Sænautasel við leigutaka á sömu nótum og gert var í samkomulagi er rann út um síðustu áramót.

Samþykkt samhljóða án aktvæðagreiðslu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?