Fara í efni

Byggðaráð Múlaþings

142. fundur 04. febrúar 2025 kl. 08:30 - 10:45 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
  • Vilhjálmur Jónsson varaformaður
  • Ívar Karl Hafliðason aðalmaður
  • Helgi Hlynur Ásgrímsson aðalmaður
  • Þröstur Jónsson áheyrnarfulltrúi
  • Eyþór Stefánsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Björn Ingimarsson starfsmaður
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
  • Inga Þorvaldsdóttir fundarritari
  • Dagmar Ýr Stefánsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Inga Þorvaldsdóttir fulltrúi að stjórnsýslusviði

1.Fjármál 2025

Málsnúmer 202501003Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri og sveitarstjóri fóru yfir og kynntu mál er varða fjármál og rekstur sveitarfélagsins.

2.Gjaldskrár 2025

Málsnúmer 202409169Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga að gjaldskrá Bókasafna Múlaþings fyrir árið 2025 og er hækkunin 2,5%. Undir þessum lið tengdist Kolbrún Erla Péturssdóttir forstöðumaður Bókasafns Héraðsbúa og fór yfir málefni bókasafna sveitarfélagsins

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að gjaldskrá Bókasafna Múlaþings fyrir árið 2025 og vísar málinu til staðfestingar í sveitarstjórn.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

3.Gamla ríkið á Seyðisfirði

Málsnúmer 202010547Vakta málsnúmer

Fyrir liggja tilboð í Hafnargötu 11 - Gamla ríkið sem opnuð voru með formlegum hætti miðvikudaginn 22. janúar 2025. Inn á fundinn undir þessum lið tengdist Hugrún Hjálmarsdóttir, framkvæmda- og umhverfismálastjóri.

Í vinnslu.

4.Samningar í gildi við sameiningu frá Borgarfjarðarhreppi

Málsnúmer 202209040Vakta málsnúmer

Til umfjöllunar er framtíðarfyrirkomulag vegna stofnframlags sem veitt var af HMS til bygginga íbúða við Lækjarbrún og Lækjargrund á Borgarfirði eystri.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að greiða upp stofnaframlag vegna íbúðanna að Lækjarbrún 1 og 2 og Lækjargrund 1 og 2 á Borgarfirði og er fjármálastjóra falin framkvæmd málsins.

Samþykkt með 4 atkvæðum, einn á móti(HHÁ)

5.Aðstaða fyrir kjörna fulltrúa

Málsnúmer 202410106Vakta málsnúmer

Fyrir liggur að taka afstöðu til mögulegrar áframhaldandi nýtingar sveitarfélagsins á aðstöðu fyrir kjörna fulltrúa í Setrinu vinnustofu á Egilsstöðum. Samningur rann út 31. janúar 2025.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings felur skrifstofustjóra að semja fyrir hönd sveitarfélagsins við Setrið varðandi framtíðarnýtingu fyrir aðstöðu fyrir kjörna fulltrúa. Horft verði til þess að endurnýja þann samning er rann út 31. janúar 2025.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

6.Sænautasel

Málsnúmer 202209144Vakta málsnúmer

Til umfjöllunar er samkomulag um Heiðabýlið Sænautasel sem rann út 31. desember 2024.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að fela verkefnastjóra á sviði menningarmála að ganga frá nýju samkomulagi um Heiðarbýlið Sænautasel við leigutaka á sömu nótum og gert var í samkomulagi er rann út um síðustu áramót.

Samþykkt samhljóða án aktvæðagreiðslu.

7.Fundargerðir stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga 2025

Málsnúmer 202501210Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga, dags. 17.01.2025.

Lagt fram til kynningar.

8.Fundagerðir stjórnar, Minjasafn Austurland 2025

Málsnúmer 202501236Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð stjórnar Minjasafns Austurlands, dags. 30.01.2025.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings er sammála tillögu stjórnar Minjasafns Austurlands um að gengið verði frá samningi á milli Múlaþings og Fljótsdalshrepps er byggi á drögum að nýjum samþykktum fyrir Minjasafn Austurlands. Byggðaráð vísar málinu til sveitarstjórnar til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

9.Stefna og áherslur lögreglu Austurlands 2025

Málsnúmer 202501226Vakta málsnúmer

Fyrir liggja, til upplýsingar, drög að stefnu lögreglunnar á Austurlandi og áherslum fyrir árið 2025.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:45.

Getum við bætt efni þessarar síðu?