Fara í efni

Erindi, Þórshamar Hafnargata 25 og Strandavegur 29-33 Seyðisfirði

Málsnúmer 202209225

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 62. fundur - 04.10.2022

Sveitarstjóri gerði grein fyrir samskiptum við eigendur Þórshamars, Hafnargötu 25, á Seyðisfirði en þar hefur ekki verið heimiluð endurbygging húsnæðisins þar sem það er staðsett innan skilgreinds hættusvæðis.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings felur sveitarstjóra í samráði við sérfræðinga Veðurstofunnar, að láta skoða hvort heimila megi endurbyggingu Hafnargötu 25 á Seyðisfirði í ljósi þeirra varna vegna skriðufalla er komið hefur verið upp.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Byggðaráð Múlaþings - 64. fundur - 25.10.2022

Sveitarstjóri gerði grein fyrir samskiptum við sérfræðinga Elfu og Veðurstofunnar varðandi mögulega afléttingu kvaðar varðandi endubyggingu Hafnargötu 25, Þórshamars, á Seyðisfirði.


Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að höfðu samráði við sérfræðinga Eflu og Veðurstofu leggur Byggðaráð Múlaþings til að sveitarstjórn samþykki að heimiluð verði endurbygging Hafnargötu 25, Þórshamars, á Seyðisfirði í samræmi við gildandi skipulagsákvæði.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 29. fundur - 09.11.2022

Fyrir liggur bókun byggðaráðs Múlaþings ásamt umsögnum sérfræðinga, dags. 25.10.2022, þar sem lagt er til að sveitarstjórn samþykki að heimiluð verði endurbygging Hafnargötu 25, Þórhamars, á Seyðisfirði í samræmi við ákvæði gildandi skipulags.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir, að tillögu byggðaráðs, að heimiluð verði endurbygging Hafnargötu 25, Þórshamars, á Seyðisfirði í samræmi við ákvæði gildandi skipulags.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?