Fara í efni

Byggðaráð Múlaþings

64. fundur 25. október 2022 kl. 08:30 - 11:10 í fundarsal sveitarstjórnar, Lyngási 12 Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
  • Vilhjálmur Jónsson varaformaður
  • Ívar Karl Hafliðason aðalmaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Helgi Hlynur Ásgrímsson aðalmaður
  • Þröstur Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
  • Inga Þorvaldsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Inga Þorvaldsdóttir fulltrúi á stjórnsýslusviði
Í upphafi fundar bar formaður upp tillögu um að mál nr. 13, Aðalfundur Heilbrigðiseftirlits Austurlands yrði bætt við dagskrá fundarins. Engin gerði athugasemd við tillöguna og skoðast hún samþykkt.

1.Fjármál 2022

Málsnúmer 202201015Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri og sveitarstjóri fóru yfir og kynntu mál er varða fjármál og rekstur sveitarfélagsins.

2.Fjárhagsáætlun Múlaþings 2023 - 2026

Málsnúmer 202204221Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri og sveitarstjóri fóru yfir stöðu vinnu fjárhagsáætlunar Múlaþings 2023 og þriggja ára áætlunar 2024 til 2026 á grundvelli rammaáætlunar sem samþykkt var af sveitarstjórn 29. júní 2022. Einnig var farið yfir tillögu að 10 ára fjárfestingaráætlun er unnið er að hjá umhverfis- og framkvæmdaráði.

3.Byggingarnefnd menningarhúss

Málsnúmer 202012176Vakta málsnúmer

Fyrir liggur mat verkefnastjóra framkvæmdamála á þeim valkostum er fram komu í fundargerð byggingarnefndar Menningarhúss á Egilsstöðum, dags. 18.08.22, varðandi braggann innan við Sláturhúsið. Einnig liggur fyrir greinargerð til byggðaráðs varðandi hugmyndir að framtíðarfyrirkomulagi í bragganum frá aðilum er hafa hug á að ráðast í það verkefni.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að bjóða þeim aðilum er lagt hafa fram hugmyndir að framtíðarfyrirkomulagi í bragganum til fundar með byggðaráði. Sveitarstjóra falið að koma slíkum fundi á.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

4.Reglur um gististaði

Málsnúmer 202112197Vakta málsnúmer

Inn á fundinn kom Sóley Valdimarsdóttir ritari á umhverfis- og framkvæmdasviði og fór yfir hugmyndir að gerð reglna um gististaði fyrir Múlaþing.

Í vinnslu.

Gestir

  • Sóley Valdimarsdóttir - mæting: 09:35

5.Menningarstyrkir 2023

Málsnúmer 202210117Vakta málsnúmer

Fyrir liggja Reglur um úthlutun menningarstyrkja 2023 auk minnisblaðs frá verkefnastjóra menningarmála. Óverulegar breytingar eru á reglunum annað en uppfærsla á dagsetningum og skerpt á orðalagi.

Í vinnslu.

6.Fundargerðir stjórnar Ársala 2022

Málsnúmer 202202078Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð Ársala bs., dags. 17.10.2022.

Lagt fram til kynningar.

7.Fundargerðir Sambands Íslenskra sveitarfélaga 2022

Málsnúmer 202201078Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 12.10.2022.

Lagt fram til kynningar.

8.Fundargerðir stjórnar HEF - 2022

Málsnúmer 202201099Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð stjórnar HEF, dags. 12.10.2022.

Lagt fram til kynningar.

9.LungA hátíðin, styrkbeiðni

Málsnúmer 202209164Vakta málsnúmer

Fyrir liggur styrkbeiðni frá framkvæmdastýru LungA vegna LungA hátíðarinnar ásamt frekari upplýsingum sem óskað hafði verið eftir af hálfu sveitarfélagsins.

í vinnslu.

10.Hammondhátíð

Málsnúmer 202210118Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að samningi milli Múlaþings og Hammondhátíðar Djúpavogs varðandi tónlistarhátíð á Djúpavogi árin 2023 og 2024.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að vísa fyrirliggjandi drögum að samningi vegna Hammondhátíðar Djúpavogs til heimastjórnar Djúpavogs til umsagnar. Er umsögn heimastjórnar liggur fyrir verður málið tekið til afgreiðslu í byggðaráði.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

11.Ormsteiti

Málsnúmer 202206091Vakta málsnúmer

Fyrir liggur minnisblað frá verkefnastjóra menningarmála þar sem fram kemur tillaga að fyrirkomulagi Ormsteitis fyrir árin 2023 og 2024.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að vísa fyrirliggjandi tillögu að fyrirkomulagi Ormsteitis til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til umsagnar. Er umsögn heimastjórnar liggur fyrir verður málið tekið til afgreiðslu í byggðaráði.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

12.Vegna Þórshamar Hafnargata 25 og Strandavegur 29-33 Seyðisfirði

Málsnúmer 202209225Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri gerði grein fyrir samskiptum við sérfræðinga Elfu og Veðurstofunnar varðandi mögulega afléttingu kvaðar varðandi endubyggingu Hafnargötu 25, Þórshamars, á Seyðisfirði.


Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að höfðu samráði við sérfræðinga Eflu og Veðurstofu leggur Byggðaráð Múlaþings til að sveitarstjórn samþykki að heimiluð verði endurbygging Hafnargötu 25, Þórshamars, á Seyðisfirði í samræmi við gildandi skipulagsákvæði.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

13.Aðalfundur HAUST 2022.

Málsnúmer 202210027Vakta málsnúmer

Fyrir lá boð á aðalfund Heilbrigðiseftirlits Austurlands bs sem haldinn verður í Neskaupstað miðvikudaginn 26. október 2022.Óskað er eftir upplýsingum um hvaða fulltrúi muni sitja aðalfundinn fyrir hönd Múlaþings.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að Berglind Harpa Svavarsdóttir og Helgi Hlynur Ásgrímsson sitji aðalfund Heilbrigðiseftirlits Austurlands fyrir hönd sveitarfélagsins og fari með atkvæði fyrir hönd Múlaþings.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Fundi slitið - kl. 11:10.

Getum við bætt efni þessarar síðu?