Fara í efni

Húsnæðismál á Borgarfirði

Málsnúmer 202209230

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 62. fundur - 04.10.2022

Fyrir liggur tillaga um að íbúð á Borgarfirði, sem er laus, verð sett í almenna sölu þar sem ekki er biðlisti eftir íbúðum þar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að vísa tillögu varðandi mögulega sölu íbúðar á Borgarfirði til heimastjórnar Borgarfjarðar til umsagnar. Málið verði tekið fyrir á ný er umsögn heimastjórnar liggur fyrir.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Heimastjórn Borgarfjarðar - 28. fundur - 06.10.2022

Fyrir liggur tillaga um að íbúð á Borgarfirði, sem er laus, verð sett í almenna sölu þar sem ekki er biðlisti eftir íbúðum þar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að vísa tillögu varðandi mögulega sölu íbúðar á Borgarfirði til heimastjórnar Borgarfjarðar til umsagnar. Málið verði tekið fyrir á ný er umsögn heimastjórnar liggur fyrir.

Heimastjórn Borgarfjarðar hafnar framkominni hugmynd byggðaráðs um sölu á stærri íbúð Lækjargrundar.

Umrædd íbúð var byggð með stofnframlögum til að tryggja að nægt framboð af leiguhúsnæði væri á svæðinu. Heimastjórn áréttar að við sameiningu sveitarfélagsins í Múlaþing kom fram mikil og sterk andstaða íbúa við sölu eigna sveitarfélagsins.

Heimastjórn Borgarfjarðar vill jafnframt benda á að íbúðir sveitarfélagsins á Borgarfirði hafa um árabil ekki verið reknar sem félagslegar íbúðir og því eðlilegt að ekki séu biðlistar í þær.

Að auglýsa leiguíbúð til sölu á almennum markaði er alls óásættanlegt og leggur heimastjórn til að umrædd íbúð verði auglýst til leigu er hún losnar.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Getum við bætt efni þessarar síðu?