Fara í efni

Markaðsátak, grunnvinna

Málsnúmer 202209235

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 62. fundur - 04.10.2022

Inn á fundinn kom atvinnu- og menningarmálastjóri og gerði grein fyrir hugmyndum að vinnu vegna kynningarmála fyrir sveitarfélagið og þeim kostnaði er slíkt hefur í för með sér.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings þakkar atvinnu- og menningarmálastjóra góða kynningu á fyrirhuguðum verkefnum, er tengjast kynningarmálum sveitarfélagsins, og samþykkir að unnið verði áfram að verkefninu að því gefnu að það rúmist innan fjárhagsramma málaflokksins.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Byggðaráð Múlaþings - 80. fundur - 28.03.2023

Undir þessum lið tengdust inn á fundinn þær Aðalheiður Borgþórsdóttir, atvinnu- og menningarmálastjóri, og Elín Helga Sveinbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri Hvíta hússins, og fóru yfir þá vinnu sem hefur verið í gangi varðandi kynningarmál í sveitarfélaginu og það sem framundan er.

Lagt fram til kynningar
Getum við bætt efni þessarar síðu?