Fara í efni

Byggðaráð Múlaþings

80. fundur 28. mars 2023 kl. 08:30 - 10:55 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
  • Vilhjálmur Jónsson varaformaður
  • Ívar Karl Hafliðason aðalmaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Helgi Hlynur Ásgrímsson aðalmaður
  • Þröstur Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
  • Inga Þorvaldsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Inga þorvaldsdóttir fulltrúi á stjórnsýslusviði

1.Ársreikningur Múlaþings 2022

Málsnúmer 202303049Vakta málsnúmer

Fyrir liggur ársreikningur Múlaþings 2022 ásamt drögum að endurskoðunarskýrslu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að vísa ársreikningi Múlaþings 2022 ásamt drögum að endurskoðunarskýrslu til síðari umræðu í sveitarstjórn.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

2.Fjármál 2023

Málsnúmer 202301003Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri og sveitarstjóri fóru yfir og kynntu mál er varða fjármál og rekstur sveitarfélagsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að veita sveitarstjóra umboð til að ganga frá samningi um riftun á sölu húseignar að Miðgarði 5b. Jafnframt verði sveitarstjóra falið að láta meta þá valkosti að eignin verði sett í söluferli á ný eða að ráðist verði í endurbætur og að húsnæðið verði áfram í eigu sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

3.Markaðsátak, grunnvinna

Málsnúmer 202209235Vakta málsnúmer

Undir þessum lið tengdust inn á fundinn þær Aðalheiður Borgþórsdóttir, atvinnu- og menningarmálastjóri, og Elín Helga Sveinbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri Hvíta hússins, og fóru yfir þá vinnu sem hefur verið í gangi varðandi kynningarmál í sveitarfélaginu og það sem framundan er.

Lagt fram til kynningar

4.Verklagsreglur fyrir fjallskilamál í Múlaþingi

Málsnúmer 202303064Vakta málsnúmer

Fyrir liggur minnisblað frá Margréti Ólöfu Sveinsdóttur, verkefnastjóra umhverfismála hjá Múlaþingi, og Páli Baldurssyni, verkefnastjóra hjá Austurbrú, þar sem lagðar eru fram tillögur sem miða að því að samræma verklag fyrir allar fjallskiladeildir Múlaþings.

Eftirfarandi tillaga að bókun lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings felur sveitarstjóra að koma athugasemdum, í samræmi við umræðu á fundinum, á framfæri við verkefnastjóra umhverfismála og samþykkir jafnframt að uppfært minnisblað verði lagt fyrir heimastjórnir til umsagnar.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

5.Erindisbréf nefnda

Málsnúmer 202206247Vakta málsnúmer

Fyrir liggur minnisblað frá skrifstofustjóra þar sem fram koma tillögur að breytingum á 3.gr. í erindisbréfi heimastjórna.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að vísa fyrirliggjandi tillögum að breytingum á 3.gr. í erindisbréfi heimastjórna til heimastjórna til umsagnar. Er umsagnir heimastjórna liggja fyrir verða tillögurnar teknar til afgreiðslu í byggðaráði.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

6.Fundargerðir stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga 2023

Málsnúmer 202302128Vakta málsnúmer

202302128 - Fundargerðir stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga 2023
Fyrir liggur fundargerð stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga, dags. 07.03.2023.

Lagt fram til kynningar.

7.Fundagerð stjórnar skólaskrifstofu Austurlands 2023

Málsnúmer 202303138Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð stjórnar Skólaskrifstofu Austurlands, dags. 16.03.2023.

Eftirfarandi tillaga að bókun lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að sveitarstjóri mæti á aðalfund Skólaskrifstofu Austurlands sem haldinn verður þriðjudaginn 28. mars 2023 kl.12:00 og fari þar með atkvæði sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

8.Fundargerðir Sambands Íslenskra sveitarfélaga 2023

Málsnúmer 202301190Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 17.03.2023.

Lagt fram til kynningar

9.Hitaveita á Seyðisfirði

Málsnúmer 202110137Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð starfshóps um kyndingarkosti á Seyðisfirði dags. 22.03.23.

Lagt fram til kynningar.

10.Samráðsgátt. Mótun á stefnu og aðgerðaráætlun á málefnasviði sveitarfélaga

Málsnúmer 202303153Vakta málsnúmer

Fyrir liggja í samráðsgátt stjórnvalda til kynningar hvítbók með drögum að stefnu og aðgerðaráætlun á málefnasviði sveitarfélaganna sem hefur m.a. að geyma aðgerðir á sviði fjármála, þjónustu, sjálfbærni, stafrænnar umbreytingar og lýðræði.

Lagt fram til kynningar

11.Samráðsgátt. Gagngerar breytingar á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga kynntar í samráðsgátt

Málsnúmer 202303086Vakta málsnúmer

Fyrir liggja í samráðsgátt stjórnvalda til kynningar gagngerar breytingar á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga er miða að því að bæta gæði jöfnunar og einfalda útreikninga og skipulag sjóðsins auk þess að umgjörð sjóðsins endurspegli og fylgi þróun sveitarfélagagerðarinnar.

Eftirfarandi tillaga að bókun lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings fagnar því að unnið sé að bætingu gæða jöfnunar, einföldun útreikninga og skipulags sem og að Jöfnunarsjóðnum skuli ætlað að fylgja þróun sveitarfélagagerðarinnar. Byggðaráð Múlaþings styður þær áherslur er fram koma í drögum að skýrslu starfshóps um endurskoðun á regluverki um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Sveitarstjóra falið að koma bókun byggðaráðs á framfæri í samráðsgátt stjórnvalda.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Fundi slitið - kl. 10:55.

Getum við bætt efni þessarar síðu?