Fara í efni

Umsagnarbeiðni um tillögu til þingsályktunar, Endurskoðun á laga- og reglugerðarumhverfi sjókvíaeldis, 9. mál

Málsnúmer 202210084

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 67. fundur - 24.10.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsagnarbeiðni um tillögu til þingsályktunar, endurskoðun á laga- og reglugerðarumhverfi sjókvíaeldis, 9. mál. Frestur til að skila umsögn er til 27. október 2022.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að standa við fyrri umsögn sem ráðið samþykkti á fundi sínum 23. febrúar 2022 við tillögu til þingsályktunar um endurskoðun á laga- og reglugerðaumhverfi sjókvíaeldis, 93. mál.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.


Fulltrúar V-lista (ÁMS og PH) leggja fram eftirfarandi bókun:
Nauðsynlegt er að sveitarfélög fái skýrari heimildir til gjaldtöku vegna iðnaðar sem fer þar fram. Þó er fullyrðingin „Sveitarfélögin njóta þess mikla drifkrafts sem fiskeldið hefur í för með sér. Íbúum fjölgar, atvinnutækifærin verða fjölbreyttari og aldurspíramídinn breytist því hlutfallsleg fjölgun yngra fólks hefur orðið í umræddum sveitarfélögum“ órökstudd og ekki hægt að fullyrða á slíkan hátt um alla staði. Því gerum við athugasemd við þetta orðalag. Í greinargerð með þingsályktunartillögunni er líka talað um samfélagssáttmála um fiskeldi á Vestfjörðum. Því skal áréttað að slíkur sáttmáli um fiskeldi á Austfjörðum er ekki til og alls ekki í Múlaþingi. Það er alvarlegt þegar um er að ræða svo umdeilda aðferð til matvælaframleiðslu sem eldi í opnum sjókvíum er.
Getum við bætt efni þessarar síðu?