Fara í efni

Ósk um umsögn, Stækkun Skaganámu og losun umframefnis

Málsnúmer 202210097

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 27. fundur - 27.10.2022

Fyrir heimastjórn Seyðisfjarðar liggur umsagnarbeiðni frá Skipulagsstofnun, dagsett 12. október 2022, vegna matsskyldufyrirspurnar fyrir stækkun á Skaganámu og losun á umframefni í hafið.

Fyrir liggur frá Skipulagsstofnun ósk um umsögn heimastjórnar um matsskyldufyrirspurn vegna stækkunar Skaganámu og losunar umframefnis í hafið á Seyðisfirði, í samræmi við 20. gr. laga nr. 111/2021 um umhverfismat framkvæmda og áætlana.

Það er mat heimastjórnar Seyðisfjarðar að nægilega sé gerð grein fyrir fyrirhugaðri framkvæmd í kynningarskýrslu VSÓ ráðgjöf og að framkvæmdin kalli ekki á frekara mat á umhverfisáhrifum. Heimastjórn tekur undir þau sjónarmið er fram koma í skýrslunni að stækkun Skaganámu sé í heild líkleg til að hafa óveruleg til neikvæð áhrif á umhverfisþætti, þar sem helstu áhrif framkvæmda verða á landslag og ásýnd. Framkvæmdartími er að mestu leyti fyrirhugður á næstu 5 árum. Stækkun námunnar er talin nauðsynleg vegna fjölbreyttrar framkvæmdaþarfar á Seyðisfirði næstu árin, auk takmarkaðs aðgengis að nauðsynlegu efni vegna þeirra. Stækkunin er talin auka staðbundið og að einhverju leyti tímabundið við áhrif námunnar á ásýnd svæðis. Áhrif stækkunarinnar á aðra umhverfisþætti eru metin óveruleg. Losun umframefnis fer fram á manngerðu hafnarsvæði sem er að hluta til á landfyllingu með sögu um fyrri losanir í hafið. Umframefnið mun koma úr fjallshlíð sem er á svæði þar sem ekki hefur verið fyrri starfsemi og eru áhrif á sjó því metin óveruleg. Að mati Heimastjórnar Seyðisfjarðar eru umhverfisáhrif vegna stækkunar Skaganámu og losunar umframefnis í hafið ekki þess eðlis að þau geti talist umtalsverð í skilningi laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr.111/2021. Heimastjórn Seyðisfjarðar leggur áherslu á að við frágang námusvæða verði land mótað með þeim hætti að sýnileg áhrif verði hverfandi.

Heimastjórn felur skipulagsfulltrúa að senda umsögnina til Skipulagsstofnunar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.




Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?