Fara í efni

Heimastjórn Seyðisfjarðar

27. fundur 27. október 2022 kl. 13:00 - 18:00 á skrifstofu sveitarfélagsins, Seyðisfirði
Nefndarmenn
  • Björg Eyþórsdóttir formaður
  • Margrét Guðjónsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Aðalheiður L Borgþórsdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Aðalheiður Borgþórsdóttir fulltrúi sveitarstjóra

1.Félagsheimilið Herðubreið - rekstrarsamningur.

Málsnúmer 202209005Vakta málsnúmer

Heimastjórn heimsækir félagsheimilið Herðubreið og nýtur leiðsagnar helstu notenda hússins og rekstraraðilanna Celiu og Sesselju sem fara einnig yfir helstu mál er varðar reksturinn.

Heimastjórn hitti gesti fundarins í Herðubreið. Eftirtaldir gestir mættu á fundinn: Ágúst Torfi Magnússon fulltrúi Leikfélags Seyðisfjarðar, Björt Sigfinnsdóttir fulltrúi LungA skólans, Þórunn Óladóttir skólastjóri Seyðisfjarðarskóla og rekstraraðilar félagsheimilisins Herðubreiðar þær Sesselja Jónasdóttir og Celia Harrison. Farið var yfir þau svæði sem aðilar hafa til umráða og punkta varðandi framtíðarsýn og stöðu mála frá öllum aðilum. Heimastjórn þakkar þeim fyrir samtalið.

Málið áfram í vinnslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Gestir

  • Ágúst Torfi Magnússon - mæting: 13:00
  • Björt Sigfinnsdóttir - mæting: 13:15
  • Celia Harrison og Sesselja Jónasardóttir - mæting: 13:30
  • Þórunn Óladóttir í fjarfundi - mæting: 14:30

2.Leiguíbúðir í eigu Múlaþings

Málsnúmer 202208103Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggur beiðni frá byggðaráði dags. 18.10.2022 um umsögn vegna íbúða í eigu sveitarfélagsins.

Heimastjórn hefur tekið til umræðu tillögur varðandi leigu, sölu og kaup íbúða á Seyðisfirði.

Heimastjórn gerir ekki athugasemdir við þær tillögur sem lágu fyrir fundinum enda hefur legið fyrir að endurskoða þurfi leigufyrirkomulag og fjölda eigna sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Ósk um umsögn, Stækkun Skaganámu og losun umframefnis

Málsnúmer 202210097Vakta málsnúmer

Fyrir heimastjórn Seyðisfjarðar liggur umsagnarbeiðni frá Skipulagsstofnun, dagsett 12. október 2022, vegna matsskyldufyrirspurnar fyrir stækkun á Skaganámu og losun á umframefni í hafið.

Fyrir liggur frá Skipulagsstofnun ósk um umsögn heimastjórnar um matsskyldufyrirspurn vegna stækkunar Skaganámu og losunar umframefnis í hafið á Seyðisfirði, í samræmi við 20. gr. laga nr. 111/2021 um umhverfismat framkvæmda og áætlana.

Það er mat heimastjórnar Seyðisfjarðar að nægilega sé gerð grein fyrir fyrirhugaðri framkvæmd í kynningarskýrslu VSÓ ráðgjöf og að framkvæmdin kalli ekki á frekara mat á umhverfisáhrifum. Heimastjórn tekur undir þau sjónarmið er fram koma í skýrslunni að stækkun Skaganámu sé í heild líkleg til að hafa óveruleg til neikvæð áhrif á umhverfisþætti, þar sem helstu áhrif framkvæmda verða á landslag og ásýnd. Framkvæmdartími er að mestu leyti fyrirhugður á næstu 5 árum. Stækkun námunnar er talin nauðsynleg vegna fjölbreyttrar framkvæmdaþarfar á Seyðisfirði næstu árin, auk takmarkaðs aðgengis að nauðsynlegu efni vegna þeirra. Stækkunin er talin auka staðbundið og að einhverju leyti tímabundið við áhrif námunnar á ásýnd svæðis. Áhrif stækkunarinnar á aðra umhverfisþætti eru metin óveruleg. Losun umframefnis fer fram á manngerðu hafnarsvæði sem er að hluta til á landfyllingu með sögu um fyrri losanir í hafið. Umframefnið mun koma úr fjallshlíð sem er á svæði þar sem ekki hefur verið fyrri starfsemi og eru áhrif á sjó því metin óveruleg. Að mati Heimastjórnar Seyðisfjarðar eru umhverfisáhrif vegna stækkunar Skaganámu og losunar umframefnis í hafið ekki þess eðlis að þau geti talist umtalsverð í skilningi laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr.111/2021. Heimastjórn Seyðisfjarðar leggur áherslu á að við frágang námusvæða verði land mótað með þeim hætti að sýnileg áhrif verði hverfandi.

Heimastjórn felur skipulagsfulltrúa að senda umsögnina til Skipulagsstofnunar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.




Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Fjárhagsáætlun umhverfis- og framkvæmdasviðs 2023

Málsnúmer 202208143Vakta málsnúmer

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri Múlaþings mætir inná fundinn og fer yfir fjárfestinga- og fjárhagsáætlun fyrir 2023 -2032.

Heimastjórn áréttar að þörf fyrir nýtt skólahúsnæði á Seyðisfirði er afar aðkallandi því núverandi skólabygging er frá árinu 1907 og samræmist engan veginn nútíma kröfum um skólahúsnæði. Samkvæmt fyrirliggjandi fjárfestingaáætlun er ekki gert ráð fyrir að framkvæmdir við nýtt skólahúsnæði á Seyðisfirði hefjist fyrr en 2025 og er það álit heimastjórnar að það sé með öllu óviðunandi.

Heimastjórn leggur til við byggðaráð að endurskoða fjárfestingaáætlunina með tilliti til þess að farið verði í framkvæmdir strax í kjölfar fullnaðarhönnunar þannig að framkvæmdir geti hafist árið 2024.

Heimastjórn vill einnig minna á að uppsöfnuð viðhaldsþörf mannvirkja og gatnamála á Seyðisfirði lá ljós fyrir við sameiningu og ítrekar að framkvæmdir á skipulags- og eignasviði megi ekki líða fyrir þau umfangsmiklu verkefni sem hafa orðið til vegna ofanflóðamála.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Gestir

  • Guðlaugur Sæbjörnsson, fjármálastjóri - mæting: 15:30

5.Umsagnarferli vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir Steinholt, Austurvegur 22, Seyðisfirði

Málsnúmer 202210113Vakta málsnúmer

Frá Sýslumanninum á Austurlandi dagsett 18.10.2022 liggur beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis II-G íbúðir fyrir Undirölduna ehf.

Afgreiðslu frestað þar til gögn hafa borist.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Tjaldsvæði Seyðisfirði - rekstrasamningur

Málsnúmer 202104066Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lágu gögn varðandi rekstur tjaldsvæðis Seyðisfjarðar. Heimastjórn Seyðisfjarðar leggur fram eftirfarandi tillögu til afgreiðslu í byggðaráði:

Heimastjórn leggur til að samningurinn við Landamerki ehf. verði framlengdur um eitt ár með viðauka sem felur í sér nauðsynlegar breytingar vegna úrbótaþarfa. Atvinnu- og menningarmálastjóra falið að ganga frá málinu og leggja fyrir byggðaráð.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu

7.Ársfundur náttúruverndarnefnda 2022

Málsnúmer 202207001Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggur beiðni frá Umhverfisstofnun um að tilnefna fulltrúa heimastjórnar á ársfund náttúruverndarnefnda 2022.

Heimastjórn Seyðisfjarðar tilnefnir Björgu Eyþórsdóttir formann sem fulltrúa heimastjórnar á ársfund náttúruverndarnefnda 2022. Ársfundurinn fer fram í Grindavík 10. nóvember 2022.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?