Fara í efni

Viðgangur og veiðar hreindýra á svæði 2

Málsnúmer 202210102

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 28. fundur - 08.11.2022

Fyrir liggur tölvupóstur, dagsettur 13.10. 2022, frá Jóni Hávarði Jónssyni, fyrir hönd stjórnar Félags leiðsögumanna með hreindýraveiðum, þar sem óskað er eftir að fá að kynna fyrir heimastjórn stöðu mála hvað varðar viðgang og veiðar hreindýra á svæði 2. Einnig liggur fyrir bréf félagsins til Náttúrustofu Austurlands, dagsett 24.11.2021, þar félagið leggur til verulega minni veiðikvóta en gefinn var út.

Á fundinn undir þessum lið mættu Reimar Ásgeirsson, Jónas Hafþór Jónsson og Þórhallur Borgarsson frá Félagi leiðsögumanna með hreindýraveiðum.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs þakkar Félagi leiðsögumanna með hreindýraveiðum fyrir að vekja athygli á málinu og tekur undir með félaginu að mikilvægt er að veiðar séu stundaðar með sjálfbærum hætti. Hreindýr eru einkennisdýr Austurlands og því mikilvægt að þau hverfi ekki af stórum svæðum enda myndi það hafa mikil áhrif á tekjur og ímynd svæðisins. Heimastjórn samþykkir að bjóða Náttúrustofu Austurlands á næsta fund heimastjórnar til umræðu um málið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 29. fundur - 08.12.2022

Fyrir liggur tölvupóstur, dagsettur 13.10. 2022, frá Jóni Hávarði Jónssyni, fyrir hönd stjórnar Félags leiðsögumanna með hreindýraveiðum, þar sem óskað er eftir að fá að kynna fyrir heimastjórn stöðu mála hvað varðar viðgang og veiðar hreindýra á svæði 2. Einnig liggur fyrir bréf félagsins til Náttúrustofu Austurlands, dagsett 24.11.2021, þar félagið leggur til verulega minni veiðikvóta en gefinn var út.
Málið var áður á dagskrá heimastjórnar 8.11. 2022.

Á fundinn undir þessum lið mætti Skarphéðinn Þórisson frá Náttúrustofu Austurlands sem kynnti aðferðafræði náttúrustofunnar við eftirlit og vöktun hreindýrastofnsins.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs þakkar Skarphéðni fyrir komuna á fundinn og fagnar því samráði sem haft er við hagsmunaaðila um úthlutun hreindýrakvóta í gegnum samráðsgátt.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?