Fara í efni

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs

28. fundur 08. nóvember 2022 kl. 13:00 - 16:00 á skrifstofu sveitarfélagsins, Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Vilhjálmur Jónsson formaður
  • Dagmar Ýr Stefánsdóttir aðalmaður
  • Björgvin Stefán Pétursson varamaður
Starfsmenn
  • Óðinn Gunnar Óðinsson skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson skrifstofustjóri

1.Viðgangur og veiðar hreindýra á svæði 2

Málsnúmer 202210102Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tölvupóstur, dagsettur 13.10. 2022, frá Jóni Hávarði Jónssyni, fyrir hönd stjórnar Félags leiðsögumanna með hreindýraveiðum, þar sem óskað er eftir að fá að kynna fyrir heimastjórn stöðu mála hvað varðar viðgang og veiðar hreindýra á svæði 2. Einnig liggur fyrir bréf félagsins til Náttúrustofu Austurlands, dagsett 24.11.2021, þar félagið leggur til verulega minni veiðikvóta en gefinn var út.

Á fundinn undir þessum lið mættu Reimar Ásgeirsson, Jónas Hafþór Jónsson og Þórhallur Borgarsson frá Félagi leiðsögumanna með hreindýraveiðum.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs þakkar Félagi leiðsögumanna með hreindýraveiðum fyrir að vekja athygli á málinu og tekur undir með félaginu að mikilvægt er að veiðar séu stundaðar með sjálfbærum hætti. Hreindýr eru einkennisdýr Austurlands og því mikilvægt að þau hverfi ekki af stórum svæðum enda myndi það hafa mikil áhrif á tekjur og ímynd svæðisins. Heimastjórn samþykkir að bjóða Náttúrustofu Austurlands á næsta fund heimastjórnar til umræðu um málið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Vegslóðar og utanvegaakstur

Málsnúmer 202210104Vakta málsnúmer

Fyrir liggur beiðni frá Ferðafélagi Fljótsdalshéraðs um að fá að kynna fyrir heimastjórn vegslóðagerð og utanvegaakstur. Fyrir fundinum lágu ljósmyndir af utanvegaakstri utan alfaraleiðar innan Múlaþings.

Á fundinn undir þessum lið mættu Þórhallur Þorsteinsson og Þorvaldur Hjarðar frá Ferðafélagi Fljótsdalshéraðs sem fóru yfir slæmt ástand á vegslóðum og skemmdir á náttúrunni sem hlotist hafa af utanvegaakstri. Meðal annars fóru þeir yfir ástand slóða sem eru veghaldslausir inn á Brúardölum.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs þakkar góðar ábendingar og beinir því til sveitarstjórnar Múlaþings að fara þess á leit við stjórnvöld og Vegagerðina að koma þeim fjölförnu slóðum sem ekki hafa veghaldara inn á Vegaskrá. Ummræddar leiðir eru vegur frá Kárahnjúkastíflu yfir Sauðárstíflu, gegnum Brúardali, framhjá Fagradal og yfir á veg 910 við Álfadalsá. Einnig slóðar niður að Hafrahvammagljúfri og niður að Laugavöllum. Jafnframt verði leitað leiða til að afla fjármuna til viðhalds á hálendisslóðum á Fljótsdalshéraði t.d. með umsóknum í þá sjóði sem málið getur fallið undir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Fjárhagsáætlun umhverfis- og framkvæmdasviðs 2023

Málsnúmer 202208143Vakta málsnúmer

Fyrir liggja gögn er varða gerð fjárhagsáætlunar 2023.
Á fundinn undir þessum lið mætti Guðlaugur Sæbjörnsson, fjármálastjóri, sem fór yfir fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir næsta ár.

Lagt fram til kynningar.

4.Leiguíbúðir í eigu Múlaþings

Málsnúmer 202208103Vakta málsnúmer

Á fundi byggðaráðs Múlaþings 18.10. 2022, var samþykkt að leggja fyrir heimastjórnir Múlaþings og fjölskylduráð fyrirliggjandi tillögur varðandi leigu, sölu og kaup íbúða, til umsagnar. Þegar umsagnirnar liggja fyrir mun byggðaráð taka fyrirliggjandi tillögur til afgreiðslu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi tillögur en leggur til að fjallað verði sérstaklega um Félagsheimilið Arnhólsstöðum og það tekið út úr þessum tillögum sem annars fjalla um íbúðir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Ormsteiti

Málsnúmer 202206091Vakta málsnúmer

Fyrir liggur minnisblað frá verkefnastjóra menningarmála þar sem fram kemur tillaga að fyrirkomulagi Ormsteitis fyrir árin 2023 og 2024.

Á fundi byggðaráðs Múlaþings, 25.10. 2022, var samþykkt að vísa fyrirliggjandi tillögu að fyrirkomulagi Ormsteitis til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til umsagnar. Er umsögn heimastjórnar liggur fyrir verður málið tekið til afgreiðslu í byggðaráði.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi tillögu að fyrirkomulagi Ormsteitis.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Kosning fulltrúa í embætti, stjórnir, ráð og nefndir

Málsnúmer 202205380Vakta málsnúmer

Vegna starfsanna hefur Guðfinna Árnadóttir beðist undan setu í ráðgjafanefnd um uppgræðslustarf.
Heimastjórn Fljótsdalshéraðs þakkar Guðfinnu fyrir störf hennar og tilnefnir Jón Hávarð Jónsson sem fulltrúa Múlaþings í ráðgjafanefnd um uppgræðslustarf.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Umsókn um stofnun lögbýlis, Skipalækur 1

Málsnúmer 202211001Vakta málsnúmer

Fyrir heimastjórn Fljótsdalshéraðs liggur umsagnarbeiðni vegna umsóknar um stofnun lögbýlis að Skipalæk 1 (L212667).

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs staðfestir að umsóknin er í samræmi við staðfest skipulag og uppfylli skilyrði 18. gr. jarðalaga nr. 81/2004 og veitir jákvæða umsögn um umsóknina.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 16:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?