Fara í efni

Sumarleyfi leikskóla 2023

Málsnúmer 202210194

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð Múlaþings - 55. fundur - 01.11.2022

Sumarlokun í leikskólum Múlaþings 2023 verður í fjórar vikur á tímabilinu 3. júlí - 31. júlí 2023 og verður fimmta vikan 3. ágúst ? 8. ágúst 2023.

Til að koma til móts við þarfir foreldra varðandi 5. viku sumarleyfisins verður miðað við að það berist ósk um vistun fyrir að lágmarki 30% barna til að reynt verði að bregðast við og hafa opið fyrir þau börn 5. vikuna (3.-8. ágúst), að því tilskyldu að nægt starfsfólk fáist til starfa þá viku. Skal skráningu vera lokið fyrir 1. maí 2023. Ef ekki næst lágmarks fjöldi barna og starfsfólks verður viðkomandi leikskóli lokaður í fimm vikur.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Fjölskylduráð Múlaþings - 70. fundur - 02.05.2023

Fyrir liggur að eftirfarandi leikskólar verða lokaðir í fimm vikur í sumar, 3. júlí til 4. ágúst 2023. Bjarkatún, Hádegishöfði, Glaumbær og Tjarnarskógur. Leikskólinn í Brúarási verður, að venju, lokaður á sama tíma og Brúarásskóli. Seyðisfjarðarskóli leikskóladeild verður lokaður í fjórar vikur þar sem viðmiðum fyrir opnun í fimmtu viku var náð.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?