Fara í efni

Fjölskylduráð Múlaþings

55. fundur 01. nóvember 2022 kl. 13:00 - 15:45 í fundarsal sveitarstjórnar, Lyngási 12 Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Sigurður Gunnarsson formaður
  • Björg Eyþórsdóttir varaformaður
  • Guðmundur Björnsson Hafþórsson aðalmaður
  • Guðný Lára Guðrúnardóttir aðalmaður
  • Ásrún Mjöll Stefánsdóttir varamaður
  • Eyþór Stefánsson aðalmaður
  • Jóhann Hjalti Þorsteinsson aðalmaður
  • Þórlaug Alda Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir fræðslustjóri
  • Þórunn Bylgja Borgþórsdóttir íþrótta- og æskulýðsstjóri
  • Stefanía Malen Stefánsdóttir starfsmaður fjölskyldusviðs
  • Marta Wium Hermannsdóttir starfsmaður fjölskyldusviðs
Fundargerð ritaði: Bylgja Borgþórsdóttir íþrótta- og æskulýðsstjóri
Áheyrnarfulltrúar leikskóla Þórunn Hrund Óladóttir, Bryndís Björt Hilmarsdóttir og Ragnhildur Kristjánsdóttir sátu 1.- 4. lið.
Áheyrnarfulltrúi tónlistarskóla Sóley Þrastardóttir sat 4.-5. lið. Áheyrnarfulltrúar grunnskóla Ásgrímur Ingi Arngrímsson, Arna Magnúsdóttir og Valdís Dögg Rögnvaldsdóttir sátu 4. - 9. lið.

Einnig sátu eftirfarandi skólastjórnendur sinn hluta í 5. lið, Ásgrímur Ingi Arngrímsson skólastjóri Brúarásskóla og Þórunn Hrund Óladóttir skólastjóri Seyðisfjarðarskóla.

1.Sumarleyfi leikskóla 2023

Málsnúmer 202210194Vakta málsnúmer

Sumarlokun í leikskólum Múlaþings 2023 verður í fjórar vikur á tímabilinu 3. júlí - 31. júlí 2023 og verður fimmta vikan 3. ágúst ? 8. ágúst 2023.

Til að koma til móts við þarfir foreldra varðandi 5. viku sumarleyfisins verður miðað við að það berist ósk um vistun fyrir að lágmarki 30% barna til að reynt verði að bregðast við og hafa opið fyrir þau börn 5. vikuna (3.-8. ágúst), að því tilskyldu að nægt starfsfólk fáist til starfa þá viku. Skal skráningu vera lokið fyrir 1. maí 2023. Ef ekki næst lágmarks fjöldi barna og starfsfólks verður viðkomandi leikskóli lokaður í fimm vikur.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

2.Reglur um niðurgreiðslu á daggæslu í heimahúsum

Málsnúmer 202208124Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi reglur um niðurgreiðslu á daggæslu í heimahúsum.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

3.Beiðni um samræmingu matseðla innan leikskóla Múlaþings

Málsnúmer 202208133Vakta málsnúmer

Fyrir liggur beiðni um samræmingu matseðla innan leikskóla Múlaþings. Erindið er dagsett 26. ágúst 2022 frá Urði Örnu Ómarsdóttur, Kolbrúnu Láru Vilhelmsdóttur og Auði Ingibjörgu Brynjarsdóttur.

Fjölskylduráð hefur fengið næringarfræðing til að taka út öll leik- og skólamötuneyti í sveitarfélaginu. Þeirri vinnu lýkur 1. desember 2022. Í framhaldi af þeirri niðurstöðu verða mötuneytismál skoðuð í heild sinni.

Fjölskylduráð hafnar þó beiðni um samræmingu matseðla en vísar frekari úrvinnslu erindisins til skólastjóra Seyðisfjarðarskóla.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

4.Fjárhagsáætlun umhverfis- og framkvæmdasviðs 2023

Málsnúmer 202208143Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Umhverfis- og framkvæmdaráði en ráðið samþykkti að vísa fyrirliggjandi 10 ára fjárfestingaráætlun umhverfis- og framkvæmdasviðs til umfjöllunar í byggðaráði, fjölskylduráði sem og heimastjórnum.

Fjölskylduráð frestar málinu en ráðið vill afla betri upplýsinga um stöðu á stofnunum m.a. með því að heimasækja þær allar.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

5.Stytting vinnutími kennara

Málsnúmer 202209139Vakta málsnúmer

Fyrir liggur samkomulag um styttingu vinnuvikunnar fyrir kennara í eftirfarandi skólum: Brúarásskóla, Seyðisfjarðarskóla og Tónlistarskóla Norður Héraðs.

Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi tillögur.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Sjálfsmatsskýrsla Egilsstaðaskóla 2021-2022

Málsnúmer 202210189Vakta málsnúmer

Fyrir liggur sjálfsmatsskýrsla Egilsstaðaskóla 2021-2022.

Kristín Guðlaug Magnúsdóttir, skólastjóri Egilsstaðaskóla, fylgdi sjálfsmatsskýrslunni úr hlaði og dró fram ákveðna þætti í niðurstöðum skýrslunnar.

Að öðru leyti lagt fram til kynningar.

7.Fundargerðir skólaráðs Egilsstaðaskóla

Málsnúmer 202010627Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir skólaráðs Egilsstaðaskóla frá 7. apríl, 5. maí og 7. júní 2022.

8.Námsgögn í skólasundi

Málsnúmer 202210093Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi um að sveitarfélagið Múlaþing útvegi börnum handklæði í skólasundi dagsett 15. október 2022 frá Guðmari Ragnari Stefánssyni.

Fjölskylduráð hafnar erindinu þar sem opinberum aðilum er ekki skylt að leggja nemendum til gögn til persónulegra nota sbr. 31. gr. laga um grunnskóla.

Jafnframt óskar fjölskylduráð eftir því að grunnskólar hugi að orðalagi í skráningakerfunum sínum.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

9.Erindi vegna skólaaksturs í Eiða og Hjaltastaðaþinghá

Málsnúmer 202208068Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá foreldrum barna í Eiða- og Hjaltastaðaþinghá, sent 3. ágúst 2022, stílað á fjölskylduráð Múlaþings.

Í erindinu er óskað eftir því að öllum skólaakstri í þinghárnar verði breytt í almenningssamgöngur. Einnig er óskað eftir því að bætt verði við skólaaksturinn annarri heimferðarútu þegar eldri börnin hafa lokið íþróttaiðkun og tómstundum. Fjölskylduráð vísaði erindinu til umhverfis- og framkvæmdaráðs á fundi sínum þann 23. ágúst síðastliðinn þar sem almenningssamgöngur falla undir það svið. Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar erindinu aftur til fjölskylduráðs 19. sept. þar sem umhverfis- og framkvæmdaráð hvetur fjölskylduráð til að láta vinna samantekt á skólaakstri í sveitarfélaginu öllu með fyrirliggjandi erindi til hliðsjónar svo jafnræðis verði gætt.

Erindi um auka ferð vegna skólaaksturs er hafnað þar sem skólaakstur þarf alltaf að vera í tengslum við upphaf og lok skóladags.

Fjölskylduráð felur fræðslustjóra jafnframt að vinna samantekt á skólaakstri í sveitarfélaginu.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

10.LungA skólinn, samstarfsbeiðni

Málsnúmer 202012073Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun frá fundi heimastjórnar Seyðisfjarðar, dags. 10.10.2022, þar sem því er beint til byggðaráðs að rýna sérstaklega stuðning sveitarfélagsins við LungA skólann í fjárhagsáætlunargerð sveitarfélagsins fyrir árið 2023. Byggðaráð beinir því til fjölskylduráðs á fundi 18.10.2022 að skoðað verði sérstaklega að bregðast við áherslum heimastjórnar Seyðisfjarðar varðandi LungA skólann við endanlega útfærslu fjárhagsáætlunar fyrir 2023 og árin 2024-2026.

Fjölskylduráð tekur vel í erindið og samþykkir að styrkja LungA skólann um 2.500.000 kr. á árinu 2023.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

11.Skýrsla fræðslustjóra

Málsnúmer 202012045Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 15:45.

Getum við bætt efni þessarar síðu?