Fara í efni

Aðalskipulagsbreyting, Efnisnáma, Skeggjastaðir

Málsnúmer 202211021

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 68. fundur - 14.11.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur tillaga um að efnisnáma í landi Skeggjastaða á Jökuldal verði færð inn á Aðalskipulag Fljótsdalshéraðs 2008-2028.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að farið verði með breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028, þar sem efnisnámu í landi Skeggjastaða verði bætt inn á gildandi skipulag, sem óverulega breytingu sbr. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin er ekki talin hafa veruleg áhrif á landnotkun né eru áhrif hennar metin mikil á einstaka aðila eða stórt landsvæði.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 30. fundur - 14.12.2022

Fyrir liggur bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 14.11.2022, varðandi tillögu er varðar breytingar á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008 -2028.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs samþykkir sveitarstjórn Múlaþings að efnisnáma í landi Skeggjastaða á Jökuldal verði færð inn á Aðalskipulag Fljótsdalshéraðs 2008-2028 sem óveruleg breyting sbr. 2.mgr. 36.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsfulltrúa falin framkvæmd málsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?