Fara í efni

Sveitarstjórn Múlaþings

30. fundur 14. desember 2022 kl. 14:00 - 18:10 í fundarsal sveitarstjórnar, Lyngási 12 Egilsstöðum
Nefndarmenn
 • Jónína Brynjólfsdóttir forseti
 • Berglind Harpa Svavarsdóttir aðalmaður
 • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
 • Helgi Hlynur Ásgrímsson aðalmaður
 • Ívar Karl Hafliðason aðalmaður
 • Vilhjálmur Jónsson aðalmaður
 • Eyþór Stefánsson aðalmaður
 • Guðný Lára Guðrúnardóttir aðalmaður
 • Þröstur Jónsson aðalmaður
 • Björg Eyþórsdóttir aðalmaður
 • Guðrún Ásta Tryggvadóttir varamaður
Starfsmenn
 • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
 • Inga Þorvaldsdóttir fundarritari
 • Haddur Áslaugsson starfsmaður tæknisviðs
 • Hrund Erla Guðmundsdóttir starfsmaður tæknisviðs
Fundargerð ritaði: Inga Þorvaldsdóttir fulltrúi á stjórnsýslusviði

1.Fjárhagsáætlun Múlaþings 2023 - 2026

Málsnúmer 202204221Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fjárhagsáætlun 2023, ásamt þriggja ára áætlun, sem byggðaráð vísar til síðari umræðu í sveitarstjórn.

Helstu niðurstöðutölur eru sem hér segir:

Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu 2023 nema 8.713 millj. kr. samkvæmt samstæðu fyrir A og B hluta, en þar af nema rekstrartekjur A hluta 7.521 millj. kr.

Rekstrargjöld fyrir fjármagnsliði og afskriftir verða alls 7.342 millj. kr. í samstæðu fyrir A og B hluta, þar af eru rekstrargjöld A hluta áætluð 6.868 millj. kr. Afskriftir ársins í A og B hluta nema 468 millj., þar af 276 millj. í A hluta. Fjármagnsliðir verða neikvæðir um 661 millj. í samanteknum A og B hluta, þar af 515 millj. í A hluta.

Eftir fjármagnsliði, afskriftir, skatta og óreglulega liði er rekstrarafkoma ársins jákvæð um 230 millj. kr. í samanteknum A og B hluta. Afkoma A-hluta er neikvæð og nema rekstrargjöld umfram rekstrartekjur um 137 millj. kr.

Veltufé frá rekstri er jákvætt um 1.259 millj. kr. hjá samstæðu A og B hluta, þar af er veltufé frá rekstri í A hluta jákvætt um 595 millj. kr.
Fjárfestingar ársins 2023 nema nettó 1.749 millj. kr. hjá samstæðu A og B hluta, þar af 500 millj. í A hluta.
Afborganir af lánum og leiguskuldbindingum hjá samstæðu A og B hluta verða 1.057 millj. kr. á árinu 2023, þar af 790 millj. í A hluta.

Heildarskuldir og skuldbindingar eru áætlaðar 12.934 millj. kr. í árslok 2023 fyrir A og B hluta. Þar af nema heildarskuldir og skuldbindingar A hluta 8.960 millj. kr.

Skuldaviðmið samstæðu A og B hluta verður 118% í árslok 2023.

Fjárhagsáætlun 2023-2026 í heild sinni verður að öðru leyti aðgengileg á heimasíðu Múlaþings.

Til máls tók: Berglind Harpa Svavarsdóttir

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn samþykkir framlagða fjárhagsáætlun Múlaþings fyrir árið 2023 við seinni umræðu, ásamt þriggja ára áætlun 2024 - 2026. Fyrri umræða um fjárhagsáætlunina fór fram 9. nóvember sl.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fulltrúar Austurlistans og VG lögðu fram eftirfarandi bókun:
Þrátt fyrir að samþykkja fjárhagsáætlun harma fulltrúar Austurlistans og VG í Múlaþingi þá niðurstöðu að lækka eigi álagningarhlutföll fasteignagjalda og verða af framlögum frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga fyrir vikið. Þar sem svigrúm þykir til lækkunar tekna sveitarfélagsins í A-hluta væri skynsamara að ráðstafa þeim með þeim hætti að framlög jöfnunarsjóðs skertust ekki. Með því móti mætti með árangursríkari hætti lækka álögur fyrir íbúa Múlaþings með áherslu á þá fasteignagjaldagreiðendur þ.e. ungar fjölskyldur, sem mest þurfa á því að halda.

2.Fjárfestingaráætlun Múlaþings 2023-2032

Málsnúmer 202208143Vakta málsnúmer

Fyrir liggur 10 ára fjárfestingaáætlun fyrir Múlaþing sem samþykkt var í Umhverfis- og framkvæmdaráði 5. desember 2022 og vísað til sveitarstjórnar til afgreiðslu.

Til máls tóku: Jónína Brynjólfsdóttir, Hildur Þórisdóttir, Þröstur Jónsson, Ívar Karl Hafliðason, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Jónína Brynjólfsdóttir, Berglind Harpa Svavarsdóttir, Þröstur Jónsson sem bar upp fyrirspurn og Jónína Brynjólfsdóttir sem svaraði fyrirspurn Þrastar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi 10 ára fjárfestingaráætlun og tekur undir með umhverfis- og framkvæmdaráði að mikilvægt sé að áætlunin sé uppfærð árlega í tengslum við fjárhagsáætlunargerð.

Samþykkt með 10 atkvæðum, einn sat hjá (ÞJ) og gerði grein fyrir atkvæði sínu.

3.Gjaldskrár 2023

Málsnúmer 202209205Vakta málsnúmer

Fyrir liggja tillögur að gjaldskrám fyrir árið 2023

Til máls tók: Eyþór Stefánsson

Fyrir hönd Austurlistans og VG lagði Eyþór Stefánsson eftirfarandi breytingatillögu:
Fulltrúar Austurlistans og VG í Múlaþingi leggja til að álagningarhlutfall fasteignagjalda verði óbreytt 0,5% og þær tekjur verði nýttar á fjölskyldusviði sveitarfélagsins fyrir þá fasteignagjaldagreiðendur sem mest þurfa á því að halda. Þannig mætti hækka tómstundaframlag og systkinaafslátt á leikskóla Múlaþings og sleppa fyrirhuguðum hækkunum á leikskólagjöld og skólamáltíðir. Afgangurinn nýttist til bættrar rekstrarafkomu sveitarfélagsins og minni lántöku þess.

Til máls tóku: Ívar Karl Hafliðason, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Berglind Harpa Svavarsdóttir, Jónína Brynjólfsdóttir, Eyþór Stefánsson, Þröstur Jónsson, Hildur Þórisdóttir og Helgi Hlynur Ásgrímsson.

Tillagan felld með 6 atkvæðum (JB,BHS,VJ,ÍKH,GLG,BE) einn sat hjá (ÞJ) og fjórir með (ES,HÞ,GÁT,HHÁ)


Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir eftirfarandi gjaldskrár fyrir árið 2023:

Álagningarhlutföll fasteignaskatts verði sem hér segir:
A flokkur 0,475%
B flokkur 1,32%
C flokkur 1,65%
Álagningarhlutföll lóðarleigu á eignarlóðum Múlaþings, eða 0,75%
Fjöldi gjalddaga fasteignagjalda verði 9. Fyrsti gjalddagi verði 1. febrúar og síðasti 1. október.
Fráveitugjald verði 0,33% af fasteignamati fasteigna og lóða
Vatnsgjald pr. fermetra húss kr. 307
Fastagjald vatns á matseiningu verði kr. 10.794
Árlegt vatnsgjald af sumar-/frístundahúsum skal þó vera að lágmarki kr. 33.814

Heimild til lækkunar fasteignaskatts hjá tekjulitlum elli- og örorkulífeyrisþegum 2023:
Hámark afsláttar verði: 113.694.
Viðmiðunartölur tekna hjá einstaklingi verði:
Lágmark 4.370.000
Hámark 5.681.000
Viðmiðunartölur tekna hjá hjónum verði:
Lágmark 5.165.950
Hámark 6.545.000

Gjaldskrá hjá Múlaþingi árið 2023 fyrir meðhöndlun og förgun úrgangs, gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald og gjaldskrá vegna handsömunar og vörslu búfjár, gjaldskrá fyrir hafnir Múlaþings, gjaldskrá þjónustumiðstöðva og gjaldskrá um gatnagerðargjald, byggingarleyfisgjald og þjónustugjöld byggingarfulltrúa og skipulagsfulltrúa í Múlaþingi, sbr. fundargerðir umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 24.10.2022, 21.11.2022, 28.11.2022 og 05.12.2022 auk gjaldskráa fyrir bókasöfnin í Múlaþingi og leigu á rýmum í Sláturhúsinu Menningarmiðstöð ásamt gestalistamannaíbúð sbr.fundagerðir byggðaráðs frá 29.11.2022 og 06.12.2022 eru jafnframt staðfestar í heild sinni.

Gjaldskrá hitaveitu HEF veitna, er samþykkt var af stjórn HEF 26. október 2022, staðfestir sveitarstjórn í heild sinni.

Að öðru leyti vísar sveitarstjórn til afgreiðslu nefnda í fjárhagsáætlunum fyrir árið 2023 á öðrum gjaldskrám og staðfestingar á þeim í fundargerð fjölskylduráðs frá 29.11.2022.

Sveitarstjórn leggur jafnframt áherslu á að eigi síðar en í byrjun janúar hafi gjaldskrár verið birtar á heimasíðu sveitarfélagsins.

Samþykkt með 7 atkvæðum (JB,BHS,ÍkH,VJ,BE,GLG,ÞJ) þrír sátu hjá (HÞ,HHÁ,GÁT) einn á móti (ES)


Fyrir hönd Austurlands og VG lagði Eyþór Stefánsson fram eftirfarandi bókun:
Fulltrúar Austurlistans og VG í Múlaþingi harma þá niðurstöðu að lækka eigi álagningarhlutföll fasteignagjalda um u.þ.b. 20 milljónir kr. og verða af framlögum frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga fyrir vikið um 11 milljónir kr. Þar sem svigrúm þykir til lækkunar tekna sveitarfélagsins í A-hluta væri skynsamara að ráðstafa þeim með þeim hætti að framlög jöfnunarsjóðs skertust ekki. Með því móti mætti með árangursríkari hætti lækka álögur um 31 milljón kr. fyrir íbúa Múlaþings með áherslu á þá fasteignagjaldagreiðendur þ.e. ungar fjölskyldur, sem mest þurfa á því að halda. leikskólagjalda og skólamáltíða.

4.Kosning fulltrúa í embætti, stjórnir, ráð og nefndir

Málsnúmer 202205380Vakta málsnúmer

Fyrir liggur að skipa þarf á ný aðalfulltrúa í fjölskylduráð Múlaþings í stað Heiðdísar Höllu Bjarnadóttur sem hefur ekki tök á að sitja fundi fjölskylduráðs. Einnig þarf að skipa á ný aðalfulltrúa í umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings og varafulltrúa í Heilbrigðisnefnd Austurlands í stað Ólafs Áka Ragnarssonar sem hefur beðist lausnar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir að Ásrún Mjöll Stefánsdóttir taki sæti sem aðalmaður í fjölskylduráði Múlaþings í stað Heiðdísar Höllu Bjarnadóttur og að Rannveig Þórhallsdóttir taki sæti sem varamaður í fjölskylduráði í stað Ásrúnar Mjallar Stefánsdóttur. Sveitarstjórn samþykkir að Björgvin Stefán Pétursson taki sæti sem aðalmaður í umhverfis- og framkvæmdaráði í stað Ólafs Áka Ragnarssonar sem beðist hefur lausnar auk þess að Sunna Dögg Markvad Guðjónsdóttir taki sæti sem varamaður í umhverfis- og framkvæmdaráði í stað Björgvins Stefáns Péturssonar. Sveitarstjórn samþykkir að tilnefna Þórhall Borgarson sem varafulltrúa í Heilbrigðisnefnd Austurlands og skipa hann sem varaformann umhverfis og framkvæmdaráðs í stað Ólafs Áka Ragnarssonar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Afslættir af gatnagerðargjöldum í Múlaþingi

Málsnúmer 202101232Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 05.12.2022, þar sem því er beint til sveitarstjórnar Múlaþings að staðfesta fyrirliggjandi tillögur um afslátt af gatnagerðargjöldum í Múlaþingi fyrir árið 2023.

Til máls tók: Jónína Brynjólfsdóttir

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs um afslátt af gatnagerðargjöldum í Múlaþingi fyrir árið 2023. Verkefnastjóra fjármála á umhverfis- og framkvæmdasviði falið að sjá til þess að unnið verði samkvæmt samþykktri tillögu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Lóðaleigusamningur og reglur um úthlutun lóða, endurskoðun

Málsnúmer 202101229Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 21.11.2022, þar sem því er beint til sveitarstjórnar Múlaþings að samþykkja fyrirliggjandi drög að lóðaleigusamningum í Múlaþingi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs um lóðaleigusamninga í Múlaþingi. Verkefnastjóra fjármála á umhverfis- og framkvæmdasviði falið að sjá til þess að nýir lóðaleigusamningar verði virkjaðir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Aðalskipulagsbreyting, Akstursíþróttasvæði undir Skagafelli á Eyvindarárdal

Málsnúmer 202108146Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 14.11.2022, varðandi tillögu er varðar breytingar á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008 -2028.

Til máls tóku: Ívar Karl Hafliðason, Eyþór Stefánsson sem bar upp fyrirspurn, Ívar Karl Hafliðason sem svaraði fyrirspurn Eyþórs.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs samþykkir sveitarstjórn Múlaþings að tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 fyrir akstursíþróttasvæði undir Skagafelli á Eyvindarárdal verði auglýst í samræmi við 31.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsfulltrúa falin framkvæmd málsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Aðalskipulagsbreyting, Borgarfjörður, þéttbýli og efnisnáma í Fjarðará

Málsnúmer 202201080Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 05.12.2022, varðandi tillögu er varðar breytingar á aðalskipulagi Borgarfjarðarhrepps 2004 -2016.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs samþykkir sveitarstjórn Múlaþings að tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Borgarfjarðarhrepps 2004-2016 vegna breytinga í þéttbýli og við efnisnámu í Fjarðará verði auglýst í samræmi við 31.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsfulltrúa falin framkvæmd málsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Aðalskipulagsbreyting, Efnisnáma, Skeggjastaðir

Málsnúmer 202211021Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 14.11.2022, varðandi tillögu er varðar breytingar á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008 -2028.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs samþykkir sveitarstjórn Múlaþings að efnisnáma í landi Skeggjastaða á Jökuldal verði færð inn á Aðalskipulag Fljótsdalshéraðs 2008-2028 sem óveruleg breyting sbr. 2.mgr. 36.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsfulltrúa falin framkvæmd málsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Vegslóðar og utanvegaakstur

Málsnúmer 202210104Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun frá fundi heimastjórnar Fljótsdalshéraðs, dags. 08.11.2022, er varðar slæmt ástand á vegslóðum og skemmdir í náttúrunni sem skapast hafa af utanvegaakstri.

Til máls tóku: Ívar Karl Hafliðason, Þröstur Jónsson, Hildur Þórisdóttir, Helgi Hlynur Ásgrímsson og Vilhjálmur Jónsson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings tekur undir með heimastjórn Fljótsdalshéraðs varðandi það að nauðsynlegt sé að koma þeim fjölförnu slóðum sem ekki hafa veghaldara inn á Vegaskrá. Umræddar leiðir eru vegur frá Kárahnjúkastíflu yfir Sauðárstíflu, gegnum Brúardali, framhjá Fagradal og yfir á veg 910 við Álftadalsá. Einnig slóðar niður að Hafrahvammagljúfri og niður að Laugavöllum. Sveitarstjórn Múlaþings beinir því til Vegagerðarinnar að sjá til þess að brugðist verði við þessu. Sveitarstjórn Múlaþings beinir því jafnframt til umhverfis- og framkvæmdamálastjóra að skoðað verði hvort afla megi fjármuna til viðhalds á hálendisslóðum á innan sveitafélagsins t.d. með umsóknum í þá sjóði sem málið getur fallið undir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Aðalskipulagsbreyting, Eiðar, frístundasvæði

Málsnúmer 202207050Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 14.11.2022, varðandi tillögu er varðar breytingar á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008 -2028.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs samþykkir sveitarstjórn Múlaþings að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 vegna uppbyggingar fyrirhugaðs frístundasvæðis í landi Eiða í Eiðaþinghá. Skipulagsfulltrúa falin framkvæmd málsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Samningur um sameiginlega félagsþjónustu

Málsnúmer 202102259Vakta málsnúmer

Fyrir liggur til seinni umræðu samningur um sameiginlegt þjónustusvæði almennrar og sértækrar félagsþjónustu sveitarfélaganna Fljótsdalshrepps, Múlaþings og Vopnafjarðarhrepps.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi samning um sameiginlegt þjónustusvæði almennrar og sértækrar félagsþjónustu sveitarfélaganna Fljótsdalshrepps, Múlaþings og Vopnafjarðarhrepps. Félagsmálastjóra falið að sjá til þess að samningurinn verði virkjaður.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

13.Aðalfundur 17.11.2022. Dýralíf ehf

Málsnúmer 202210199Vakta málsnúmer

Fyrir liggur boðun hluthafafundar hluthafa Dýralífs ehf. sem haldinn verður á Egilsstöðum fimmtudaginn 15. desember 2022.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir að Ívar Karl Hafliðason mæti á fyrirhugaðan hlutafund Dýralífs ehf. er haldinn verður fimmtudaginn 15. desember 2022 og fari þar með atkvæði sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

14.Erindi til sveitarfélaga vegna móttöku flóttafólks

Málsnúmer 202203102Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að samningi um samræmda móttöku flóttafólks á milli sveitarfélagsins og félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins.

Til máls tóku: Hildur Þórisdóttir sem bar upp fyrirspurn, Björg Eyþórsdóttir, Björn Ingimarsson sem svaraði fyrirspurn Hildar, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Björn Ingimarsson, Berglind Harpa Svavarsdóttir, Þröstur Jónsson og Helgi Hlynur Ásgrímsson

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþing samþykkir fyrirliggjandi drög að samningi um samræmda móttöku flóttafólks og leggur sérstaka áherslu á móttöku flóttafólks frá Úkraínu. Sveitarstjóra falið að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Þröstur Jónsson lagði fram eftirfarandi bókun:
Það er minn skilningur að fyrirliggjandi drög að samning séu til samþykktar eingöngu til að tryggja framgang móttöku flóttafólks frá Úkraínu á samningstímanum. Að þeim skilningi gefnum samþykki ég fyrirliggjandi samningsdrög.

15.Beiðni um umboð til samningagerðar fyrir dagdvalir

Málsnúmer 202211089Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi varðandi samningsumboð vegna þjónustusamnings um dagdvalir.

Til máls tók: Berglind Harpa Svavarsdóttir

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir að fela Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) og Sambandi íslenskra sveitarfélaga umboð til gerðar samnings við ríkið um þjónustu í dagdvöl sveitarfélagsins. Sveitarstjóra falið að undirrita samningsumboð fyrir hönd sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

16.Kröfur ríkisins um þjóðlendur á Austfjörðum

Málsnúmer 202201165Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun fundar heimastjórnar Fljótsdalshéraðs, dags. 08.12.2022, þar sem því er beint til sveitarstjórnar að koma athugasemdum heimastjórnar varðandi þjóðlendumálin á framfæri við þar til bær yfirvöld.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings tekur undir með heimastjórnum sveitarfélagsins og gagnrýnir þá framkvæmd sem kemur fram í kröfulýsingum íslenska ríkisins vegna þjóðlendumála á Austfjörðum. Flest svæði sem ríkið gerir kröfu til eru hluti lands jarða samkvæmt landamerkjabréfum jarðanna sem gerð voru í lok 19. aldar og engin óvissa hefur verið um eignarréttarlega stöðu þess lands. Kröfur ná víða til lands á láglendi og jafnvel upp að túngarði sumra jarða. Af fyrri niðurstöðum Óbyggðanefndar á öðrum hluta Austurlands má draga þá ályktun að eignarréttarleg staða lands innan landamerkjabréfa jarða á Austurlandi sé jafnan skýr. Í ljósi kröfulýsinga landeigenda og raka sem þar koma fram er skorað á íslenska ríkið að taka kröfugerð sína til endurskoðunar, svo mál verði ekki rekin fyrir Óbyggðanefnd að nauðsynjalausu með tilheyrandi óþægindum fyrir landeigendur og kostnað ríkissjóðs. Skrifstofustjóra falið að koma afgreiðslu sveitarstjórnar á framfæri.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

17.Fýsileikakönnun varðandi uppsetningu og rekstur kjarnorkuvers

Málsnúmer 202212071Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá sveitarstjórnarfulltrúa Helga Hlyni Ásgrímssyni varðandi það að á vegum sveitarfélagsins verði unnin fýsileikakönnun varðandi mögulega staðsetningu kjarnorkuvers innan sveitarfélagsins.

Til máls tóku: Helgi Hlynur Ásgrímsson, Þröstur Jónsson, Berglind Harpa Svavarsdóttir, Hildur Þórisdóttir sem lagði fram tillögu, Ívar Karl Hafliðason, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Eyþór Stefánsson, Jónína Brynjólfsdóttir og Þröstur Jónsson

Hildur Þórisdóttir lagði til að fresta þessum lið þar til frekari gögn lægju fyrir.

Tillaga Hildar Þórisdóttur felld með 6 atkvæðum (JB,BHS,VJ,ÍKH,BE,GlG) einn sat hjá (GÁ) Þrír með frestun (HÞ,HHÁ,ÞJ)


Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings mun ekki láta fara fram fýsileikakönnun á uppsetningu og rekstri kjarnorkuvers í Múlaþingi enda engin aðili sýnt áhuga á slíkum rekstri í sveitarfélaginu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

18.Skýrslur heimastjórna

Málsnúmer 202012037Vakta málsnúmer

Formenn heimastjórna fóru yfir helstu málefni sem verið hafa til umfjöllunar hjá viðkomandi heimastjórn og kynntu fyrir sveitarstjórn.

19.Heimastjórn Borgarfjarðar - 29

Málsnúmer 2210022FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

20.Heimastjórn Borgarfjarðar - 30

Málsnúmer 2212001FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

21.Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 28

Málsnúmer 2210018FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

22.Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 29

Málsnúmer 2211021FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

23.Heimastjórn Djúpavogs - 32

Málsnúmer 2211014FVakta málsnúmer

Til máls tók vegna liðar 23, Ívar Karl Hafliðason

Lagt fram til kynningar.

24.Heimastjórn Seyðisfjarðar - 29

Málsnúmer 2211019FVakta málsnúmer

Til máls tóku: Vegna liðar 5, Þröstur Jónsson, Hildur Þórisdóttir sem bar upp fyrirspurn, Björn Ingimarsson sem svaraði fyrirspurn Hildar, Helgi Hlynur ´Asgrímsson. Vegna liðar 3, Eyþór Stefánsson, Hildur Þórisdóttir sem bar upp fyrirspurn og Björg Eyþórsdóttir sem svaraði fyrirspurn Hildar. Vegna liðar 4, Hildur Þórisdóttir sem bar upp fyrirspurn og Björg Eyþórsdóttir sem svaraði fyrirspurn Hildar.

Lagt fram til kynningar.

25.Byggðaráð Múlaþings - 67

Málsnúmer 2211006FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

26.Byggðaráð Múlaþings - 68

Málsnúmer 2211011FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

27.Byggðaráð Múlaþings - 69

Málsnúmer 2211016FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

28.Byggðaráð Múlaþings - 70

Málsnúmer 2211023FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

29.Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 68

Málsnúmer 2211008FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

30.Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 69

Málsnúmer 2211012FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

31.Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 70

Málsnúmer 2211017FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

32.Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 71

Málsnúmer 2211024FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

33.Fjölskylduráð Múlaþings - 56

Málsnúmer 2211005FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

34.Fjölskylduráð Múlaþings - 57

Málsnúmer 2211013FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

35.Fjölskylduráð Múlaþings - 58

Málsnúmer 2211020FVakta málsnúmer

Til máls tóku vegna liðar 7, Þröstur Jónsson sem bar upp fyrirspurn, Björg Eyþórsdóttir sem svaraði fyrirspurn Þrastar, Eyþór Stefánsson, Þröstur Jónsson, Hildur Þórisdóttir, Ívar Karl Hafliðason og Guðrún Ásta Tryggvadóttir

Lagt fram til kynningar.

36.Ungmennaráð Múlaþings - 18

Málsnúmer 2211004FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

37.Skýrsla sveitarstjóra

Málsnúmer 202010421Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri fór yfir og kynnti helstu mál sem hann hefur unnið að undanförnu og þau verkefni sem eru framundan.

Fundi slitið - kl. 18:10.

Getum við bætt efni þessarar síðu?