Fara í efni

Umboð til samningagerðar fyrir dagdvalir - beiðni

Málsnúmer 202211089

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð Múlaþings - 56. fundur - 15.11.2022

Fyrir liggur beiðni um umboð til samningagerðar fyrir samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu og Samband íslenskra sveitarfélaga til samningaviðræðna við Sjúkratryggingar Íslands um þjónustusamninga fyrir dagdvalir.

Fjölskylduráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti og vísar málinu til sveitarstjórnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 30. fundur - 14.12.2022

Fyrir liggur erindi varðandi samningsumboð vegna þjónustusamnings um dagdvalir.

Til máls tók: Berglind Harpa Svavarsdóttir

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir að fela Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) og Sambandi íslenskra sveitarfélaga umboð til gerðar samnings við ríkið um þjónustu í dagdvöl sveitarfélagsins. Sveitarstjóra falið að undirrita samningsumboð fyrir hönd sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?