Fara í efni

Lóðaúthlutun, Egilsstaðir, Votihvammur

Málsnúmer 202211121

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 69. fundur - 21.11.2022

Breyting á deiliskipulagi Votahvamms fyrir austurhluta og Ártún tók gildi 27. júlí 2022 og eru framkvæmdir við gatnagerð og veitulagnir hafnar. Tuttugu nýjar íbúðalóðir við Ártún, Austurtún og Fífutún hafa verið stofnaðar og liggur fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði að ákvarða um úthlutun þeirra samkvæmt reglum um úthlutun lóða hjá Múlaþingi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að um úthlutun lóða fari samkvæmt lið a) í 3. gr. reglna um úthlutun lóða hjá Múlaþingi. Skipulagfulltrúa falin framkvæmd málsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa Múlaþings - 2. fundur - 07.03.2023

Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkti 21. nóvember 2022 að um úthlutun nýrra lóða í Votahvammi færi samkvæmt lið a) í 3. gr. reglna um úthlutun lóða hjá Múlaþingi. Skipulagsfulltrúa var falin framkvæmd málsins. Umsóknarfrestur um lóðirnar rann út 1. mars sl. og bárust 10 umsóknir um 7 lóðir. Fimm umsóknir voru metnar hæfar í samræmi við úthlutunarreglur.
Séu fleiri en einn umsækjandi um sömu lóð skal dregið á milli þeirra og þeim raðað í þeirri röð sem þeir eru dregnir. Sé sami umsækjandi efstur á lista úrdráttar um fleiri en eina lóð gefst honum kostur á að velja á milli lóða innan viku frá úrdrætti. Berist ekki svar innan tímafrests þá velur skipulagsfulltrúi lóð til úthlutunar fyrir viðkomandi og úthlutar hinni lóðinni til næsta umsækjanda í röðinni.

Framkvæmda- og umhverfismálastjóri varpaði hlutkesti um úthlutun lóða við Austurtún 4 og Austurtún 6.

Tveir umsækjendur voru um Austurtún 4: Austurverk ehf. og Sigurður Sveinbjörn Gylfason. Austurverk vann hlutkesti um lóðina.
Tveir umsækjendur voru um Austurtún 6: Austurverk ehf. og Sigurður Sveinbjörn Gylfason. Austurverk vann hlutkesti um lóðina.
Getum við bætt efni þessarar síðu?