Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings

69. fundur 21. nóvember 2022 kl. 08:30 - 11:25 í fjarfundi
Nefndarmenn
 • Jónína Brynjólfsdóttir formaður
 • Sylvía Ösp Jónsdóttir varamaður
 • Ásdís Hafrún Benediktsdóttir aðalmaður
 • Eiður Gísli Guðmundsson aðalmaður
 • Björgvin Stefán Pétursson varamaður
 • Ásrún Mjöll Stefánsdóttir aðalmaður
 • Pétur Heimisson aðalmaður
 • Hannes Karl Hilmarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Hugrún Hjálmarsdóttir framkvæmda- og umhverfismálastjóri
 • Sóley Valdimarsdóttir ritari
 • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
 • Sigurður Jónsson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Sóley Valdimarsdóttir ritari á umhverfis- og framkvæmdarsviði
Áheyrnarfulltrúi M-lista (HKH) sat fundinn undir liðum nr. 1-3 og 6-11.

1.Málefni hafna í Múlaþingi 2022

Málsnúmer 202111134Vakta málsnúmer

Hafnastjóri og staðgengill hafnarstjóra fara yfir helstu verkefni á sviði hafnamála.

Lagt fram til kynningar.

Gestir

 • Gauti Jóhannesson - mæting: 08:30
 • Björn Ingimarsson - mæting: 08:30

2.Hafnasambandsþing 2022

Málsnúmer 202206245Vakta málsnúmer

Ályktanir frá hafnasambandsþingi sem haldið var dagana 27. og 28. október 2022 lagðar fram til kynningar.

Gestir

 • Björn Ingimarsson - mæting: 09:00
 • Gauti Jóhannesson - mæting: 09:00

3.Fundargerðir stjórnar Hafnasambands Íslands 2022

Málsnúmer 202202072Vakta málsnúmer

Fundargerð 446. fundar Hafnasambands Íslands lögð fram til kynningar.

4.Gjaldskrár 2023

Málsnúmer 202209205Vakta málsnúmer

Verkefnastjóri umhverfismála kynnir fyrirhugaðar breytingar á gjaldskrá vegna sorphirðugjalda.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir hækkun á sorphirðugjöldum í samræmi við hækkun á vísitölu og jafnframt töluhækkun á gjaldi fyrir aukatunnur. Gjald fyrir gráa tunnu verður 24.000 kr., græna tunnu 5.000 kr. og brúna tunnu 5.000 kr. Klippikort verða frá og með áramótum gjaldskyld.
Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar breytingum á gjaldskrá sorphirðugjalda til afgreiðslu byggðaráðs.

Samþykkt með 5 atkvæðum, 2 (ÁHB og PH) sitja hjá.

Gestir

 • Margrét Ólöf Sveinsdóttir - mæting: 09:07

5.Breytingar á grunnleigusamningi um byggingarlóðir

Málsnúmer 202101229Vakta málsnúmer

Verkefnastjóri fjármála kynnir drög að tveimur nýjum lóðarleigusamningum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi tillögur að nýjum lóðarleigusamningum og vísar þeim til sveitarstjórnar til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Gestir

 • Vordís Jónsdóttir - mæting: 10:15

6.Aðalskipulagsbreyting, Djúpivogur, vegtenging, íbúða- og atvinnusvæði og veitur

Málsnúmer 202111135Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur minnisblað, dagsett 16.11.22, frá skipulagsfulltrúa Múlaþings varðandi breytingu á viðfangsefni skipulagstillögu vegna breytinga á Aðalskipulagi Djúpavogshrepps fyrir útrás, íbúða- og atvinnusvæði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fyrirhuguð breyting á vegtengingu verði tekin út úr fyrirliggjandi skipulagsbreytingu í samræmi við efni minnisblaðs skipulagsfulltrúa sem fyrir liggur. Ráðið samþykkir jafnframt að gerð verði breyting á skipulagstillögunni sem rúmi fyrirhugaða grjótvörn og göngustíg ásamt lítilsháttar stækkun á hafnarsvæðinu norðan við Voginn á móti Hótel Framtíð til að rúma fyrirhugaða lagfæringu á aðstöðu þar og uppbyggingu á sjóvörn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Umsókn um skráningu nýrra landeigna í fasteignaskrá, Lerkilundur

Málsnúmer 202211100Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um skráningu nýrrar landeignar í fasteignaskrá. Um er að ræða lóð úr landi Reynihaga (L157437) sem fær heitið Lerkilundur.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir umsóknina og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Umsókn um skráningu nýrra landeigna í fasteignaskrá, Efri-Hvammur

Málsnúmer 202211115Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um skráningu nýrrar landeignar í fasteignaskrá. Stofna á lóð úr landi Hvamms (L157511) sem fær heitið Efri-Hvammur.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir umsóknina og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Lóðaúthlutun, Egilsstaðir, Votihvammur

Málsnúmer 202211121Vakta málsnúmer

Breyting á deiliskipulagi Votahvamms fyrir austurhluta og Ártún tók gildi 27. júlí 2022 og eru framkvæmdir við gatnagerð og veitulagnir hafnar. Tuttugu nýjar íbúðalóðir við Ártún, Austurtún og Fífutún hafa verið stofnaðar og liggur fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði að ákvarða um úthlutun þeirra samkvæmt reglum um úthlutun lóða hjá Múlaþingi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að um úthlutun lóða fari samkvæmt lið a) í 3. gr. reglna um úthlutun lóða hjá Múlaþingi. Skipulagfulltrúa falin framkvæmd málsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Starfshópur um undirbúning nýs Seyðisfjarðarskóla

Málsnúmer 202211079Vakta málsnúmer

Til umræðu er fyrirkomulag vegna undirbúnings við nýjan Seyðisfjarðarskóla.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fela framkvæmda- og umhverfismálastjóra að taka saman drög að vinnulýsingu fyrir starfshóp sem ætlað er að koma að undirbúningi við nýjan Seyðisfjarðarskóla. Í hópnum munu sitja fræðslustjóri, framkvæmda- og umhverfismálastjóri, skólastjóri Seyðisfjarðarskóla og verkefnastjóri framkvæmdamála auk eins fulltrúa frá heimastjórn Seyðisfjarðar, fjölskylduráði og umhverfis- og framkvæmdaráði. Framkvæmda- og umhverfismálastjóra er falið að óska eftir tilnefningum í hópinn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Ósk um tilnefningar í vatnasvæðanefndir

Málsnúmer 202211072Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur að tilnefna fulltrúa frá Múlaþingi í vatnasvæðanefnd í samræmi við lög nr. 36/2011 og reglugerð nr. 935/2011 um stjórn vatnamála.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að skipa starfsmann HEF veitna og Ásrúnu Mjöll Stefánsdóttur (V-lista) í vatnasvæðanefnd fyrir hönd sveitarfélagsins. Ráðið samþykkir jafnframt Ásdísi Hafrúnu Benediktsdóttur (L-lista) sem varamann nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 11:25.

Getum við bætt efni þessarar síðu?