Fara í efni

Aukin fræðsla um hinsegin málefni

Málsnúmer 202212068

Vakta málsnúmer

Ungmennaráð Múlaþings - 19. fundur - 12.12.2022

Í ljósi þeirrar þróunar sem hefur verið upp á síðkastið, þar sem tilverurétti hinsegin fólks hefur ítrekað verið ógnað, kallar ungmennaráð eftir því að allar stofnanir sveitarfélagsins auki fræðslu um hinsegin málefni. Sérstaklega er mikilvægt að fræðslan sé stór aukin fyrir starfsfólk og nemendur grunn- og leikskóla og einnig að séð sé til þess að foreldrar og forsjáraðilar fá aukna fræðslu. Íbúar sveitarfélagsins, bæði börn og fullorðin, eiga rétt á því að lifa lífi sínu án áreitis frá samborgurum sínum.

Mikilvægt er að Múlaþing sé leiðandi í jafnréttismálum, sporni gegn óæskilegri orðræðu og fordómum og telur ungmennaráð að hinsegin fræðsla til breiðs hóps samfélagsins sé mikilvægur hluti af því.

Ungmennaráð felur starfsmanni ráðsins að koma hvatningunni til stofnana sveitarfélagsins og fylgja henni eftir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?