Fara í efni

Fræðslusamningur, Samtökin 78

Málsnúmer 202302012

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð Múlaþings - 62. fundur - 14.02.2023

Fyrir liggja drög að samningi til þriggja ára við Samtökin 78 varðandi víðtæka fræðslu í Múlaþingi.

Fjölskylduráð fagnar því að samningur sé í höfn og hlakkar til að taka þátt í samstarfinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fjölskylduráð Múlaþings - 67. fundur - 04.04.2023

Fyrir liggur ósk frá Þórlaugu Öldu Gunnarsdóttur um að fresta undirskrift samnings við Samtökin ´78 þar til ráðið hafi fengið að kynna sér fræðsluefnið sem fer inn í skólana.

Fjölskylduráð hafnar tilburðum til ritskoðunar á námsefni á jafnmikilvægu mannréttindamáli og hinsegin fræðsla er. Að auki hafnar fjölskylduráð öfgafullri orðræðu í garð samfélagshópa og telur þær forsendur sem lagðar voru fram fyrir upptöku erindisins ekki á faglegum rökum reistar.

Engar forsendur eru breyttar frá því að fjölskylduráð fjallaði um og samþykkti samninginn á fundi sínum 14. febrúar sl. Fjölskylduráð telur því ekki ástæðu til að fresta undirritun og felur starfsmanni að ganga frá samningnum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Ungmennaráð Múlaþings - 23. fundur - 17.04.2023

Ungmennaráð fagnar því að búið sé að ganga frá samningi við Samtökin 78 og stendur við fyrri bókun síðan 12.12.2022 um að mikilvægt sé að Múlaþing sé leiðandi í jafnréttismálum og telur að hinsegin fræðsla sé gagnleg og lífsnauðsynleg í þeirri baráttu, bæði gegn óæskilegri orðræðu og fordómum í samfélaginu.

Ungmennaráð hlakkar til samstarfsins við Samtökin 78.




Getum við bætt efni þessarar síðu?