Fara í efni

Fjölskylduráð Múlaþings

67. fundur 04. apríl 2023 kl. 12:30 - 16:40 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Sigurður Gunnarsson formaður
  • Björg Eyþórsdóttir varaformaður
  • Guðný Lára Guðrúnardóttir aðalmaður
  • Eyþór Stefánsson aðalmaður
  • Jóhann Hjalti Þorsteinsson aðalmaður
  • Þórlaug Alda Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Þórey Birna Jónsdóttir varamaður
  • Rannveig Þórhallsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir fræðslustjóri
  • Júlía Sæmundsdóttir félagsmálastjóri
  • Þórunn Bylgja Borgþórsdóttir íþrótta- og æskulýðsstjóri
  • Stefanía Malen Stefánsdóttir starfsmaður fjölskyldusviðs
  • Marta Wium Hermannsdóttir starfsmaður fjölskyldusviðs
Fundargerð ritaði: Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir fræðslustjóri
Þorbjörg Sandholt, Arna Magnúsdóttir og Valdís Dögg Rögnvaldsdóttir, áheyrnafulltrúar grunnskólans sátu liði 1-7
Guðmunda Vala Jónasdóttir, Bryndís Björt Hilmarsdóttir og Ragnhildur Kristjánsdóttir, áheyrnafulltrúar leikskólans sátu liði 6-8.

Í upphafi fundar gerði Sigurður Gunnarsson formaður grein fyrir því að borist hafði erindi frá Þórlaug Alda Gunnarsdóttir þar óskað er eftir að mál nr. 202302012 verði tekið á dagskrá að nýju í fjölskylduráði.

Samþykkt samhljóða með handuppréttingu.

1.Fræðslusamningur, Samtökin 78

Málsnúmer 202302012Vakta málsnúmer

Fyrir liggur ósk frá Þórlaugu Öldu Gunnarsdóttur um að fresta undirskrift samnings við Samtökin ´78 þar til ráðið hafi fengið að kynna sér fræðsluefnið sem fer inn í skólana.

Fjölskylduráð hafnar tilburðum til ritskoðunar á námsefni á jafnmikilvægu mannréttindamáli og hinsegin fræðsla er. Að auki hafnar fjölskylduráð öfgafullri orðræðu í garð samfélagshópa og telur þær forsendur sem lagðar voru fram fyrir upptöku erindisins ekki á faglegum rökum reistar.

Engar forsendur eru breyttar frá því að fjölskylduráð fjallaði um og samþykkti samninginn á fundi sínum 14. febrúar sl. Fjölskylduráð telur því ekki ástæðu til að fresta undirritun og felur starfsmanni að ganga frá samningnum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Tillögur að frístundaþjónustu í Múlaþingi

Málsnúmer 202303224Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að kostnaðaráætlun á frístundaþjónustu í Múlaþingi.

Fjölskylduráð felur sviðstjórum að koma með tillögu að áætlun um hversu hratt er hægt að innleiða þessar breytingar og áhersla yrði á að bæta lögbundna þjónustu. Að öðru leyti vísað til fjárhagsáætlunargerðar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.


3.Sjálfsmatsskýrsla Fellaskóla 2021-2022

Málsnúmer 202303101Vakta málsnúmer

Fyrir liggur sjálfsmatsskýrsla Fellaskóla 2021-2022.

Lögð fram til kynningar.

4.Gistingu í grunnskóla

Málsnúmer 202303248Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bréf frá Áskeli Heiðari Ásgeirssyni, barst 16. mars 2023, þar sem óskað er eftir að leiga húsnæði Grunnskólans á Borgarfirði yfir Bræðsluhelgina.

Fjölskylduráð vísar í reglur um afnot fasteigna Múlaþings, annarra en íbúðarhúsnæðis, sem samþykktar voru í Byggðarráði Múlaþings í nóvember 2022. Í 7 gr. reglanna stendur að eingöngu er heimilt að nota fasteignir sveitarfélagsins til gistingar, samkvæmt reglum þessum, þegar um er að ræða hópgistingu barna og ungmenna í fylgd og á ábyrgð fullorðinna, t.d. vegna æskulýðsstarfs, skóla- og íþróttamóta.

Fjölskylduráð hafnar því erindinu.

Samþykkt með handauppréttingu með sex atkvæðum, einn sat hjá (ES).



5.Útboð á skólaakstri/almenningssamgöngum 2023

Málsnúmer 202303029Vakta málsnúmer

Fyrir fundinn liggja drög að útboðs- og verklýsing fyrir almenningssamgöngur og skólaakstur í Múlaþingi. Útboðið fer fram á Evrópska efnahagssvæðinu skv. útboðsreglum og verður það sett í útboðsferli um miðjan apríl nk.

Lagt fram til kynningar.

6.Reglur um skólaakstur

Málsnúmer 202105148Vakta málsnúmer

Fyrir fundinn liggja tillögur að reglum um skólaakstur í Múlaþingi en þær voru áður kynntar í fjölskylduráði 14. 2. 2023.

Fjölskylduráð samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Úttekt á skólamötuneytum Múlaþings

Málsnúmer 202302067Vakta málsnúmer

Fyrir liggja tillögur að útbótum í skólamötuneytum Múlaþings, eftir úttekt sem fram fór á haustmánuðum 2022.

Fjölskylduráð felur fræðslustjóra að kynna tillögurnar fyrir skólastjórum og sjá til þess að unnið verði eftir þeim.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Betri vinnutími í leikskólum Múlaþings

Málsnúmer 202302197Vakta málsnúmer

Fyrir liggur drög að innleiðingaráætlun á Betri vinnutíma í leikskólum Múlaþings.

Málið áfram í vinnslu.


9.Skýrsla fræðslustjóra

Málsnúmer 202012045Vakta málsnúmer

Skýrsla fræðslustjóra.

Lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:40.

Getum við bætt efni þessarar síðu?