Fara í efni

Viðræður um þjónustuhúsnæði Miðvangi 8

Málsnúmer 202302100

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 76. fundur - 28.02.2023

Fyrir liggur erindi frá Sigurgarði ehf. varðandi mögulega aðkomu sveitarfélagsins að þjónustuhúsnæði að Miðvangi 8 á Egilsstöðum.

Berglind Svavarsdóttir og Þröstur Jónsson vöktu athygli á hugsanlegu vanhæfi sínu undir þessum lið. Kosning fór fram um vanhæfi þeirra beggja og var hún felld samhljóða.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings felur sveitarstjóra að taka til skoðunar, ásamt félagsmálastjóra, framkvæmda- og umhverfismálastjóra og forstöðumanni Hlymsdala, mögulega valkosti varðandi nýtingu og eignarhald sveitarfélagsins á hluta framtíðarhúsnæðis á jarðhæð Miðvangs 8. Að aflokinni skoðun og viðræðum við fulltrúa Sigurgarðs ehf. verði málið tekið fyrir að nýju í byggðaráði.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Byggðaráð Múlaþings - 81. fundur - 18.04.2023

Fyrir liggur bókun frá fundi Félags eldri borgara á Fljótsdalshéraði, dags. 30.03.2023, varðandi möguleg framtíðarnot húsnæðis sem fyrirhugað er að reisa að Miðvangi 8 á Egilsstöðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings vísar framkomnu erindi til þeirrar vinnu sem er í gangi, hjá sveitarstjóra ásamt félagsmálastjóra, framkvæmda- og umhverfismálastjóra og forstöðumanni Hlymsdala, varðandi mögulega valkosti varðandi nýtingu og eignarhald sveitarfélagsins á hluta framtíðarhúsnæðis á jarðhæð Miðvangs 8 á Egilsstöðum.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreðslu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?