Fara í efni

Byggðaráð Múlaþings

76. fundur 28. febrúar 2023 kl. 08:30 - 10:25 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
  • Vilhjálmur Jónsson varaformaður
  • Ívar Karl Hafliðason aðalmaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Helgi Hlynur Ásgrímsson aðalmaður
  • Þröstur Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
  • Inga Þorvaldsdóttir fundarritari
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Inga Þorvaldsdóttir fulltrúi á stjórnsýslusviði

1.Fjármál 2023

Málsnúmer 202301003Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri og sveitarstjóri fóru yfir og kynntu mál er varða fjármál og rekstur sveitarfélagsins.

2.Reglur um gististaði

Málsnúmer 202112197Vakta málsnúmer

Fyrir liggja hugmyndir varðandi gerð reglna um gististaði fyrir Múlaþing.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að vísa hugmyndum varðandi gerð reglna um gististaði fyrir Múlaþing til umsagnar í heimastjórnum. Reglur um gististaði fyrir Múlaþing verða teknar til afgreiðslu í byggðaráði er umsagnir liggja fyrir.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

3.Skýrsla skrifstofustjóra

Málsnúmer 202302135Vakta málsnúmer

Óðinn Gunnar Óðinsson, skrifstofustjóri Múlaþings, fór undir þessum lið yfir helstu verkefni sem unnið er að á stjórnsýsludeild skrifstofa Múlaþings og það sem framundan er.

Lagt fram til kynningar.

Gestir

  • Óðinn Gunnar Óðinsson - mæting: 08:55

4.Útstöðva- og notendaþjónusta, viðauki við samning við Þekkingu

Málsnúmer 202302139Vakta málsnúmer

Óðinn Gunnar Óðinsson, skrifstofustjóri Múlaþings, fór yfir og gerði grein fyrir viðauka um útstöðva- og notendaþjónustu við samning við Þekkingu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að gerður verði við Þekkingu viðauki við samning um hýsingu og rekstur fyrir Múlaþing og felur skrifstofustjóra framkvæmd málsins.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Gestir

  • Óðinn Gunnar Óðinsson - mæting: 09:40

5.Viðræður um þjónustuhúsnæði Miðvangi 8

Málsnúmer 202302100Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Sigurgarði ehf. varðandi mögulega aðkomu sveitarfélagsins að þjónustuhúsnæði að Miðvangi 8 á Egilsstöðum.

Berglind Svavarsdóttir og Þröstur Jónsson vöktu athygli á hugsanlegu vanhæfi sínu undir þessum lið. Kosning fór fram um vanhæfi þeirra beggja og var hún felld samhljóða.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings felur sveitarstjóra að taka til skoðunar, ásamt félagsmálastjóra, framkvæmda- og umhverfismálastjóra og forstöðumanni Hlymsdala, mögulega valkosti varðandi nýtingu og eignarhald sveitarfélagsins á hluta framtíðarhúsnæðis á jarðhæð Miðvangs 8. Að aflokinni skoðun og viðræðum við fulltrúa Sigurgarðs ehf. verði málið tekið fyrir að nýju í byggðaráði.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

6.Fundargerðir stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga 2023

Málsnúmer 202302128Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga, dags. 17.02.2023.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings tekur undir með stjórn Samtaka orkusveitarfélaga og leggur til við sveitarstjórn að samþykkt verði að staldra við í skipulagsmálum mögulegra virkjana þar til sanngjörn skipting auðlindarinnar verður fest í lög.

Samþykkt með 4 atkvæðum, einn sat hjá (HHÁ)

7.Almannavarnarnefnd í umdæmi lögreglustjórans á Austurlandi - fundargerðir 2023

Málsnúmer 202301189Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð Almannavarnarnefndar Austurlands, dags. 20.02.2023.

Lagt fram til kynningar.

8.Fundargerðir stjórnar HEF - 2023

Málsnúmer 202302044Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð stjórnar HEF veitna, dags. 21.02.2023.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:25.

Getum við bætt efni þessarar síðu?