Fara í efni

Betri vinnutími í leikskólum Múlaþings

Málsnúmer 202302197

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð Múlaþings - 65. fundur - 07.03.2023

Fyrirliggur aðgerðaráætlun vegna innleiðingu ,,betri vinnutíma“ í leikskólum Múlaþings að tilmælum Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags leikskólakennara. Breytt fyrirkomulag á vinnutíma tekur gildi 1. ágúst 2023.

Lagt fram til kynningar

Fjölskylduráð Múlaþings - 67. fundur - 04.04.2023

Fyrir liggur drög að innleiðingaráætlun á Betri vinnutíma í leikskólum Múlaþings.

Málið áfram í vinnslu.


Fjölskylduráð Múlaþings - 70. fundur - 02.05.2023

Fyrir liggja drög að kostnaðaráætlun vegna Betri vinnutíma í leikskólum Múlaþings.

Málið er áfram í vinnslu.

Fjölskylduráð Múlaþings - 74. fundur - 06.06.2023

Fyrir liggur innleiðingaráætlun um betri vinnutíma í leikskólum Múlaþings.

Fjölskylduráð felur fræðslustjóra að leggja fyrir könnun vorið 2024 til foreldra um fyrirkomulag á betri vinnutíma í leikskólum. Fjölskylduráð samþykkir innleiðingaráætlunina um betri vinnutíma í leikskólum Múlaþings.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fjölskylduráð Múlaþings - 91. fundur - 09.01.2024

Fyrir liggur minnisblað um starfsemi leikskóla á milli hátíða 2023, lagt fram til kynningar. Jafnframt liggur fyrir fundinum erindisbréf fyrir starfshóps um betri vinnutíma starfsfólks leikskóla og fyrirkomulag sumarleyfa í leikskólum. Starfshópurinn skal skila af sér tillögum og aðgerðaráætlun fyrir 1. apríl 2024. Fulltrúi meirihlutans í starfshópnum verður Björg Eyþórsdóttir, fyrir minnihlutann verður Jóhann Hjalti Þorsteinsson og fyrir hönd foreldra verður Valdís Dögg Rögnvaldsdóttir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?