Fara í efni

Vetrarþjónusta á Fjarðarheiði

Málsnúmer 202303002

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 32. fundur - 08.03.2023

Heimastjórn kallaði eftir tölulegum upplýsingum frá Vegagerðinni varðandi fjölda lokunardaga og klukkustunda á Fjarðarheiði frá september 2021 til 23. febrúar 2023. Fjöldi lokunardaga á tímabilinu eru 52 og heildarfjöldi klukkustunda 427,7. Til viðbótar bárust þær upplýsingar að lokanir sem vöruðu í meira en 2 klst voru á fimmta tug. Það sýnir mikilvægi þess að framkvæmdir við Fjarðarheiðargöng standist áætlun. Heimastjórn þakkar Vegagerðinni fyrir svörin.

Heimastjórn kannaði einnig möguleikann á því að fjölga myndavélum á Fjarðarheiði einkum með tilliti til þeirra staða sem undanfarið virðast valda lokunum, svosem í Stöfum og Norðurbrún. Í svörum Vegagerðarinnar kemur fram að tvær myndavélar eru á Fjarðarheiði og þær staðsetningar voru ákvarðaðar út frá snjómestu stöðunum á heiðinni. Jafnframt hafi verið skoðað að fjölga myndavélum en það ekki sett í framkvæmd. Heimastjórn vill beina því til byggðaráðs að eiga samtal við Vegagerðina um fjölgun vefmyndavéla á Fjarðarheiði.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Byggðaráð Múlaþings - 79. fundur - 21.03.2023

Fyrir liggur bókun frá fundi heimastjórnar Seyðisfjarðar, dags. 08.03.2023, þar sem málefnum varðandi vetrarþjónustu á Fjarðarheiði er beint til byggðaráðs.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að ósk heimastjórnar Seyðisfjarðar samþykkir byggðaráð Múlaþings að fela sveitarstjóra að eiga samtal við Vegagerðina varðandi mögulega fjölgun vefmyndavéla á Fjarðarheiði með áherslu á þá staði er virðast valda lokunum, s.s. í Stöfum og Norðurbrún.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?