Fara í efni

Heimastjórn Seyðisfjarðar

32. fundur 08. mars 2023 kl. 13:00 - 19:30 á skrifstofu sveitarfélagsins, Seyðisfirði
Nefndarmenn
  • Björg Eyþórsdóttir formaður
  • Jón Halldór Guðmundsson aðalmaður
  • Margrét Guðjónsdóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Dagný Erla Ómarsdóttir fulltrúi sveitarstjóra

1.Laxeldi á Seyðifirði

Málsnúmer 202101050Vakta málsnúmer

Í kjölfar niðurstöðu skoðunarkönnunar Gallup um afstöðu íbúa Seyðisfjarðar til fiskeldis í sjókvíum á Seyðisfirði, fékk heimastjórn fulltrúa Fiskeldis Austfjarða annars vegar og fulltrúa Vá-félags um verndun fjarðar hins vegar á fundinn. Fyrir hönd Fiskeldis Austfjarða mætti Jens Garðar Helgason í fjarfundarbúnaði og fór yfir stöðu verkefnisins og svaraði spurningum. Sigfinnur Mikaelsson mætti fyrir hönd VÁ- félags um verndun fjarðar og gerði grein fyrir þeirra afstöðu og sýn á sjókvíaeldi í Seyðisfirði og svaraði spurningum. Heimastjórn þakkar þeim fyrir komuna á fundinn og veittar upplýsingar.

Það er mat heimastjórnar að vanda þurfi til verka þegar kemur að fiskeldi í Seyðisfirði og er upplýsingagjöf til íbúa mikilvæg í því samhengi. Heimastjórn vill því hvetja Fiskeldi Austfjarða til að halda íbúum upplýstum um áform fyrirtækisins og stöðu verkefnisins.

Heimastjórn fagnar almennri umræðu um stjórnsýslu og eftirlit með sjókvíaeldi og vonast til umbóta í umgjörðinni og að meiri sátt verði um greinina. Einnig fagnar heimastjórn ábendingum um að breytinga sé þörf er varðar Fiskeldissjóð enda mikilvægt að nærumhverfið njóti góðs af atvinnustarfseminni. Það er mikilvægt að þessi starfsemin byggi á traustum grunni með upplýsingagjöf og að teknu tilliti til allra sjónarmiða.

Heimastjórn vill einnig beina því til sveitarstjórnar að hún hlutist til um að þau ráðuneyti, sem fara með málaflokkinn, haldi kynningarfund sem fyrst fyrir íbúa í Múlaþingi um leyfisveitingar, stefnu og framtíðarsýn stjórnvalda í málaflokknum. Horfir heimastjórn í því sambandi til vel heppnaðra kynningarfunda um fjarfundabúnað t.d. um Axarveg.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Gestir

  • Jens Garðar Helgason - mæting: 13:00
  • Sigfinnur Mikaelsson - mæting: 13:30

2.Öldugata 14 Seyðisfirði

Málsnúmer 202209107Vakta málsnúmer

Jónína Brynjólfsdóttir, safnstjóri Tækniminjasafnsins, mætti á fundinn í fjarfundarbúnaði fór yfir næstu skref Tækniminjasafnsins með tilliti til starfsemi prentsmiðjunnar eins og hún var fyrir skriðuföllin í desember 2020.

Formaður kynnti valkosti, fengna frá sveitarstjóra, um framtíðarnýtingu húsnæðis sveitarfélagsins að Öldugötu 14 á Seyðisfirði sem hafa verið til umræðu hjá byggðarráði. Heimastjórn vísar í fyrri umsögn sína, dags. 27. október 2022, um leiguíbúðir í eigu Múlaþings, þar á meðal Öldugötu 14 og tekur aftur undir þau sjónarmið sem upphaflega komu fram í minnisblaði frá byggðaráði um tillögur varðandi leigu, sölu og kaup íbúða í eigu Múlaþings á Seyðisfirði.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Gestir

  • Jónína Brynjólfsdóttir - mæting: 14:30

3.Aðalskipulagsbreyting, Seyðisfjörður, Hafnarsvæði

Málsnúmer 202106009Vakta málsnúmer

Fyrir heimastjórn Seyðisfjarðar liggur að gefa umsögn um breytingu á Aðalskipulagi Seyðisfjarðarkaupstaðar 2010-2030, breytingar á hafnasvæði.

Heimastjórn Seyðisfjarðar gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi skipulagstillögu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Gestir

  • Sigurður Jónsson - mæting: 15:00

4.Aðalskipulagsbreyting, Efnistaka í Skaganámu

Málsnúmer 202208053Vakta málsnúmer

Fyrir heimastjórn Seyðisfjarðar liggur að gefa umsögn um breytingu á Aðalskipulagi Seyðisfjarðarkaupstaðar 2010-2030 vegna stækkunar efnistökusvæðis í Skaganámu.

Heimastjórn Seyðisfjarðar gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi skipulagstillögu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Gestir

  • Sigurður Jónsson - mæting: 15:15

5.Ósk um umsögn, matsskyldufyrirspurn, Stækkun Seyðisfjarðarhafnar

Málsnúmer 202302069Vakta málsnúmer

Fyrir heimastjórn Seyðisfjarðar liggur umsagnarbeiðni frá Skipulagsstofnun dags. 24.01.2023, vegna matsskyldu fyrirspurnar fyrir stækkun Seyðisfjarðarhafnar.

Heimastjórn samþykkir fyrirliggjandi drög að umsögn til Skipulagsstofnunar og felur skipulagsfulltrúa að ganga frá henni fyrir hönd sveitarfélagsins. 

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Gestir

  • Sigurður Jónsson - mæting: 15:30

6.Þjónusta sveitarfélaga 2022, könnun

Málsnúmer 202302036Vakta málsnúmer

Fyrir liggja niðurstöður könnunar Gallup varðandi þjónustu sveitarfélagsins 2022.

Lagt fram til kynningar.

7.Húsnæðisáætlun Múlaþings, endurskoðun fyrir 2023

Málsnúmer 202210141Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lá húsnæðisáætlun Múlaþings 2023.

Lagt fram til kynningar.

8.Reglur um gististaði

Málsnúmer 202112197Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggur bókun byggðaráðs Múlaþings þar sem samþykkt er að vísa hugmyndum varðandi gerð reglna um gististaði fyrir Múlaþing til umsagnar í heimastjórnum.

Heimastjórn bendir á að gisting í flokki II skv. reglugerð nr. 1277/2016 sem eru gististaðir án veitinga flokkast skv. lögum sem atvinnurekstur og krefst rekstrarleyfis. Slík leyfi lúta skipulagi sveitarfélaga. Heimastjórn telur að fylgja beri flokkun landnotkunar skv. skipulagi, því eigi ekki að vera heimilt að breyta notkun íbúðarhúsnæðis í atvinnurekstur á skilgreindum (hreinum) íbúðasvæðum. Sé um blandaða landnotkun að ræða gilda aðrar forsendur enda liggi fyrir jákvæðar umsagnir vegna umsóknar um rekstrarleyfi frá umsagnaraðilum, ásamt því að uppfyllt verði skilyrði um bílastæði, merkingar utanhúss og að starfsemin hafi ekki truflandi áhrif á íbúabyggð sem fyrir er. Með lögum um heimagistingu er eigendum íbúðahúsnæðis innan skilgreindra íbúðasvæða gefinn kostur á að nýta húsnæði til sölu gistingar með tilheyrandi mörkum og telur heimastjórn því að reglur Múlaþings geti ekki gengið lengra í þeim efnum.

Heimastjórn Seyðisfjarðar minnir á að skortur á íbúðarhúsnæði hefur verið viðvarandi í nokkurn tíma og því mikilvægt að standa vörð um það íbúðarhúsnæði sem þegar er til staðar. Samþykkt Seyðisfjaðarkausptaðar um breytta notkun íbúðarhúsnæðis á Seyðisfirði frá 2016 segir m.a. að útleiga íbúðarhúsnæðis til gistingar í flokki II sé óheimil, nema þar sem aðal- og deiliskipulag leyfa.

Varðandi "Verkferill við afgreiðslu rekstrarleyfisumsókna", telur heimastjórn að orða lið 3: Heimastjórn veitir umsögn og skilar til sýslumanns þegar umsagnir eftirtalinna aðila (telja upp aðila) hafa borist. Jafnframt væri gott væri að tími afgreiðsluferilsins sé skilgreindur í verkferlinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Vetrarþjónusta á Fjarðarheiði

Málsnúmer 202303002Vakta málsnúmer

Heimastjórn kallaði eftir tölulegum upplýsingum frá Vegagerðinni varðandi fjölda lokunardaga og klukkustunda á Fjarðarheiði frá september 2021 til 23. febrúar 2023. Fjöldi lokunardaga á tímabilinu eru 52 og heildarfjöldi klukkustunda 427,7. Til viðbótar bárust þær upplýsingar að lokanir sem vöruðu í meira en 2 klst voru á fimmta tug. Það sýnir mikilvægi þess að framkvæmdir við Fjarðarheiðargöng standist áætlun. Heimastjórn þakkar Vegagerðinni fyrir svörin.

Heimastjórn kannaði einnig möguleikann á því að fjölga myndavélum á Fjarðarheiði einkum með tilliti til þeirra staða sem undanfarið virðast valda lokunum, svosem í Stöfum og Norðurbrún. Í svörum Vegagerðarinnar kemur fram að tvær myndavélar eru á Fjarðarheiði og þær staðsetningar voru ákvarðaðar út frá snjómestu stöðunum á heiðinni. Jafnframt hafi verið skoðað að fjölga myndavélum en það ekki sett í framkvæmd. Heimastjórn vill beina því til byggðaráðs að eiga samtal við Vegagerðina um fjölgun vefmyndavéla á Fjarðarheiði.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Samfélagsverkefni heimastjórna

Málsnúmer 202302101Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lá bókun umhverfis- og framkvæmdaráðs dags. 27. febrúar sl: "Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að óska eftir hugmyndum heimastjórna að samfélagsverkefnum í samræmi við fjárhagsáætlun og umræður á fundinum og felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að fylgja málinu til formanna heimastjórna".

Heimastjórn lýsir ánægju með verkefnið og mun taka málið upp aftur á næsta fundi. Fram að því mun heimastjórn kalla eftir hugmyndum íbúa um heppileg verkefni. Hugmyndin snýr að minni framkvæmdaverkefnum á umhverfis- og skipulagssviði t.d. setja upp bekki, gera göngustíga, skreytingar, leiktæki o.þ.h. Senda má hugmyndir í tölvupósti á netfangið dagny.erla.omarsdottir@mulathing.is eða skila hugmyndum bréfleiðis á skrifstofu Múlaþings á Seyðisfirði, bt. fulltrúi sveitarstjóra fyrir 31. mars nk.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Fjarðarheiðargöng

Málsnúmer 202208012Vakta málsnúmer

Fulltrúar úr heimastjórn Seyðisfjarðar áttu ásamt fleirum upplýsandi og gagnlegan fund þann 9. febrúar sl. með fulltrúum Vegagerðarinnar um stöðu Fjarðarheiðarganga. Á fundinum kynnti Vegagerðin verkáætlun sem miðar að því að forval geti farið fram vor/sumar 2023 og útboð haust 2023. Jafnframt kom fram að göngin eru þegar fullhönnuð og hönnun á vegum og brú utan ganga er klár til útboðs í haust. Miðað við þessa áætlun má ætla að framkvæmdir geti hafist vor 2024. Áætlað er að jarðgangagröftur geti tekið um 3 ár, gegnumslag sumar 2027 og eftirvinnan taki 3 ár, opnun jarðganga yrði því skv. þessu vor/sumar 2030.

Heimastjórn leggur áherslu á að sveitarstjórn haldi málinu vel að þingmönnum og ráðherrum og eigi í stöðugu samtali við þau um framgöngu þessara mikilvægu samgöngubóta.

Heimastjórn vill einnig hvetja Vegagerðina til þess að halda íbúafund um stöðu mála sem fyrst.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Íbúafundur heimastjórnar Seyðisfjarðar

Málsnúmer 202209057Vakta málsnúmer

Heimastjórn lýsir yfir ánægju með vel heppnaðan og málefnalegan fund og þakkar þeim íbúum sem komu í spjall. Umræður voru fjölbreyttar og fram komu gagnlegar ábendingar sem unnið er að koma í betri farveg. Varðandi framtíðaruppbyggingu atvinnusvæða mun heimastjórn óska eftir fundi með atvinnu- og menningarmálafulltrúa Múlaþings og auk þess hefst senn vinna við nýtt aðalskipulag þar sem íbúum gefst tækifæri til að taka þátt í þeirri stefnumótun.

Heimastjórn áætlar að næsta spjall við íbúa verði í maí, þangað til hvetur heimastjórn öll til að senda fulltrúum og/eða starfsmanni mál sem á þeim brenna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

13.Skýrsla fulltrúa sveitarstjóra á Seyðisfirði

Málsnúmer 202301014Vakta málsnúmer

Fulltrúi sveitarstjóra fór yfir málin.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 19:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?