Fara í efni

Neðri-Botnar, frumathugun

Málsnúmer 202303127

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 80. fundur - 20.03.2023

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur að samþykkja frumathugun vegna ofanflóðavarna í Neðri-Botnum á Seyðisfirði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi frumathugun og felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að óska eftir því við Ofanflóðasjóð að haldið verði áfram með verkið.

Samþykkt samhljóða.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 96. fundur - 02.10.2023

Lagður er fram til kynningar ráðgjafasamningur fyrir gerð umhverfismats fyrir fyrirhugaðar ofanflóðavarnir í Seyðisfirði.
Um er að ræða varnaraðgerðir sem eru margþættar og byggjast á samspili varnarmannvirkja á láglendi, fyrirbyggjandi aðgerða með stýringu yfirborðsvatns og jarðvatns í Neðri-Botnum og að lokum umfangsmiklu vöktunarkerfi.
Getum við bætt efni þessarar síðu?