Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings

96. fundur 02. október 2023 kl. 08:30 - 11:25 í fjarfundi
Nefndarmenn
 • Jónína Brynjólfsdóttir formaður
 • Þórhallur Borgarson varaformaður
 • Guðný Margrét Hjaltadóttir varamaður
 • Hildur Þórisdóttir varamaður
 • Eiður Gísli Guðmundsson aðalmaður
 • Ásrún Mjöll Stefánsdóttir aðalmaður
 • Þórunn Hrund Óladóttir varamaður
 • Hannes Karl Hilmarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Hugrún Hjálmarsdóttir framkvæmda- og umhverfismálastjóri
 • Sóley Valdimarsdóttir verkefnastjóri umhverfismála
 • Sigurður Jónsson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Sóley Valdimarsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála
Skipulagsfulltrúi sat fundinn undir liðum nr. 1-2.

1.Aðalskipulag Múlaþings 2025-2045

Málsnúmer 202208083Vakta málsnúmer

Fundargerð frá 3. fundi stýrihóps um gerð nýs Aðalskipulags Múlaþings 2025-2045 lögð fram til kynningar.

2.Rammahluti aðalskipulags, Stuðlagil

Málsnúmer 202111199Vakta málsnúmer

Málinu er frestað til næsta fundar umhverfis- og framkvæmdaráðs og skipulagsfulltrúa falið að kalla eftir frekari skýringum í samræmi við umræður á fundinum.

3.Deiliskipulag, Eiðar, frístundasvæði

Málsnúmer 202302194Vakta málsnúmer

Eiðar village ehf. hefur lagt fram tillögu að nýju deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Eiða. Tillagan var unnin með athugasemdir og umsagnir sem bárust við kynningu skipulagslýsingu breytinga á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 vegna sömu áforma til hliðsjónar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð telur að brugðist hafi verið við ábendingum og athugasemdum á fullnægjandi hátt og felur skipulagsfulltrúa að láta uppfæra skipulagstillögu breytinga á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 vegna áformanna, til samræmis við fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu.

Samþykkt samhljóða.

4.Umsókn um framkvæmdaleyfi, efnistaka, Fljótsbakki

Málsnúmer 202309187Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um framkvæmdaleyfi vegna efnistöku í landi Fljótsbakka. Fyrirhuguð áform fela í sér vinnslu á allt að 30.000 rúmmetrum á næstu 3 árum í tengslum við uppbyggingu frístundasvæðis á Eiðum. Áformin eru ekki í samræmi við Aðalskipulag Fljótsdalshéraðs 2008-2028.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fyrirhugað efnistökusvæði verði fært inn á Aðalskipulag Fljótsdalshéraðs 2008-2028 í samræmi við óskir málsaðila og unnin með þeirri breytingu sem í gangi er vegna fyrirhugaðrar frístundabyggðar í landi Eiða.

Samþykkt samhljóða.

5.Umsókn um framkvæmdaleyfi, Skógrækt, Fjallssel

Málsnúmer 202306120Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur að nýju framkvæmdaleyfisumsókn vegna fyrirhugaðra skógræktaráforma í landi Fjallsels (L156998). Grenndarkynningu áformanna lauk þann 7. ágúst sl. án athugasemda. Umsögn Minjastofnunar liggur fyrir auk uppfærðra gagna þar sem brugðist hefur verið við ábendingum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi umsókn og heimilar skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi.

Samþykkt samhljóða.

6.Umsókn um landskipti, Arnórsstaðir 3 vegsvæði

Málsnúmer 202309165Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn frá Vegagerðinni um skráningu nýrra landeigna í fasteignaskrá. Stofna á lóð undir vegsvæði úr landi Arnórsstaða 3 (L156890).

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi umsókn og felur skipulagsfulltrúa afgreiðslu málsins.

Samþykkt samhljóða.

7.Umsókn um landskipti, Stóra-Sandfell 2 vegsvæði

Málsnúmer 202309166Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn frá Vegagerðinni um skráningu nýrra landeigna í fasteignaskrá. Stofna á lóð undir vegsvæði úr landi Stóra-Sandfells 2 (L157442).

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi umsókn og felur skipulagsfulltrúa afgreiðslu málsins.

Samþykkt samhljóða.

8.Fjárhagsáætlun umhverfis- og framkvæmdasviðs 2024

Málsnúmer 202308040Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja drög að fjárhagsáætlun umhverfis- og framkvæmdasviðs 2024.
Fjármálastjóri situr fundinn undir þessum lið.

Málið er áfram í vinnslu.

Gestir

 • Guðlaugur Sæbjörnsson - mæting: 09:15

9.Fjárfestingaráætlun 2024

Málsnúmer 202308041Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja drög að 10 ára fjárfestingaráætlun.
Fjármálastjóri situr fundinn undir þessum lið.

Málið er áfram í vinnslu.

Gestir

 • Guðlaugur Sæbjörnsson - mæting: 10:05

10.Ofanflóðavarnir, Neðri-Botnar, frumathugun

Málsnúmer 202303127Vakta málsnúmer

Lagður er fram til kynningar ráðgjafasamningur fyrir gerð umhverfismats fyrir fyrirhugaðar ofanflóðavarnir í Seyðisfirði.
Um er að ræða varnaraðgerðir sem eru margþættar og byggjast á samspili varnarmannvirkja á láglendi, fyrirbyggjandi aðgerða með stýringu yfirborðsvatns og jarðvatns í Neðri-Botnum og að lokum umfangsmiklu vöktunarkerfi.

11.Innsent erindi, Rampar við opinberar byggingar

Málsnúmer 202309200Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi frá framkvæmdastjóra verkefnisins Römpum upp Ísland þar sem Múlaþingi er boðið að taka þátt í verkefninu með það að markmiði að bæta aðgengi að opinberum byggingum í sveitarfélaginu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í erindið og felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að vinna málið áfram með samráðshópi um málefni fatlaðs fólks.

Samþykkt samhljóða.


12.Hafnafundur Hafnasambands Íslands 2023

Málsnúmer 202301207Vakta málsnúmer

Stjórn Hafnasambands Íslands hefur boðað til 11. hafnafundar, sem haldinn verður föstudaginn 20. október nk. Fyrir ráðinu liggur að skipa fulltrúa til þátttöku í fundinum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að formaður umhverfis- og framkvæmdaráðs og sveitarstjóri sitji fund Hafnasambands Íslands fyrir hönd sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða.

13.Samráðsgátt, Hvítbók um skipulagsmál

Málsnúmer 202309201Vakta málsnúmer

Innviðaráðuneytið kynnir til umsagnar í samráðsgátt hvítbók um skipulagsmál, drög að landsskipulagsstefnu til 15 ára og aðgerðaráætlun til fimm ára ásamt umhverfismatsskýrslu.
Umsagnarfrestur er til og með 31. október nk.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:25.

Getum við bætt efni þessarar síðu?