Fara í efni

Umsókn um framkvæmdaleyfi, Skógrækt 50ha, Davíðsstaðir

Málsnúmer 202303194

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 82. fundur - 17.04.2023

Undir þessum lið vakti Björgvin Steinar Pétursson athygli á vanhæfi sínu. Formaður úrskurðaði um augljóst vanhæfi. Björgvin vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu málsins. Sylvía Ösp Jónsdóttir kom inn í hans stað.

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um framkvæmdaleyfi frá Yggdrasill Carbon ehf. vegna fyrirhugaðrar skógræktar í landi Davíðsstaða. Sótt er um leyfi til ræktunar á 50 ha skógi sem er í samræmi við gildandi deiliskipulag frá árinu 2021 og Aðalskipulag Fljótsdalshéraðs 2008-2028 er þar gert ráð fyrir 50 ha skógræktarsvæði.
Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að heimila skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við fyrirhuguð áform.

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?