Fara í efni

Innsent erindi, Umsókn um aðalskipulagsbreytingu, Valgerðarvegur 1A

Málsnúmer 202303242

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 82. fundur - 17.04.2023

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn, dagsett 30. mars 2023, frá Plastverksmiðjunni Yl ehf. um breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 og deiliskipulagi iðnaðar- og athafnasvæði við Valgerðarstaði. Sótt er um heimild til þess að breyta þeim hluta iðnaðarhúsnæðis sem nú er nýttur sem skrifstofu- og starfsmannaaðstaða í tvær íbúðir.
Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð getur ekki fallist á fyrirliggjandi beiðni um breytingu á aðalskipulagi á þeirri forsendu að samkvæmt lögum er ekki heimilt að vera með íbúðarhúsnæði á iðnaðar- og athafnasvæðum. Íbúðir samræmast ekki þeirri starfsemi sem fyrir er í umræddu húsnæði og annarri landnotkun á reitnum og svæðinu.

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?