Fara í efni

Ósk um umsögn, Breyting á umhverfismatsskýrslu, Fjarðarheiðargöng

Málsnúmer 202304043

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 34. fundur - 04.05.2023

Fyrir heimastjórn liggur umsagnarbeiðni frá Skipulagsstofnun um breytingu á umhverfismatsskýrslu Fjarðarheiðarganga skv. 19. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021. Breytingin er fólgin í nýrri Suðurleið og færslu á inntakslóni vatnsveitu í Seyðisfirði.

Heimastjórn Seyðisfjarðar samþykkir fyrirliggjandi drög að umsögn og felur skipulagsfulltrúa að koma henni á framfæri við Skipulagsstofnun.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Gestir

  • Sóley Valdimarsdóttir - mæting: 13:00

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 35. fundur - 05.05.2023

Fyrir liggur frá Skipulagsstofnun, dagsett 3. apríl 2023, ósk um umsögn um breytingu á umhverfismatsskýrslu Fjarðarheiðarganga, vegna breytingar á veglínu Suðurleiðar og færslu á inntakslóni vatnsveitu í Seyðisfirði, skv. 19. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.

Í umsögninni skal koma fram eftir því sem við á, hvort Múlaþing telji að nægjanlega sé gerð grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, umhverfisáhrifum, mótvægisaðgerðum og vöktun eftir því sem við á. Jafnframt hvort og þá hvaða atriði þurfi að skýra frekar og hvort þau kalli á að framkvæmdin fari í umhverfismat að teknu tilliti til viðmiða í 2. viðauka laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Jafnframt skal í umsögn gera grein fyrir leyfum sem framkvæmdin er háð og eru á starfssviði umsagnaraðila.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs felur skipulagsfulltrúa að senda umsögn heimastjórnar til Skipulagsstofnunar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?