Fara í efni

Heimastjórn Seyðisfjarðar

34. fundur 04. maí 2023 kl. 13:00 - 18:15 á skrifstofu sveitarfélagsins, Seyðisfirði
Nefndarmenn
  • Björg Eyþórsdóttir formaður
  • Jón Halldór Guðmundsson aðalmaður
  • Margrét Guðjónsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Dagný Erla Ómarsdóttir fulltrúi sveitarstjóra
Fundargerð ritaði: Dagný Erla Ómarsdóttir fulltrúi sveitarstjóra
Formaður og gestir tóku þátt í fundinum gegnum fjarfundarbúnað.

1.Ósk um umsögn, Breyting á umhverfismatsskýrslu, Fjarðarheiðargöng

Málsnúmer 202304043Vakta málsnúmer

Fyrir heimastjórn liggur umsagnarbeiðni frá Skipulagsstofnun um breytingu á umhverfismatsskýrslu Fjarðarheiðarganga skv. 19. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021. Breytingin er fólgin í nýrri Suðurleið og færslu á inntakslóni vatnsveitu í Seyðisfirði.

Heimastjórn Seyðisfjarðar samþykkir fyrirliggjandi drög að umsögn og felur skipulagsfulltrúa að koma henni á framfæri við Skipulagsstofnun.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Gestir

  • Sóley Valdimarsdóttir - mæting: 13:00

2.Ályktanir af Aðalfundi NAUST 2023

Málsnúmer 202304058Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggja ályktanir aðalfundar Náttúruverndarsamtaka Austurlands 2023.

Lagt fram til kynningar.

3.Samtal við sveitarstjóra

Málsnúmer 202304180Vakta málsnúmer

Björn Ingimarsson, sveitarstjóri, kom inn á fundinn og sat fyrir svörum. Til umræðu voru Fjarðarheiðargöng og fundur sveitarstjórnar og heimastjórnar með innviðarráðherra þann 3. maí sl. Þar kom fram að ráðherra mun leggja fram nýja samgönguáætlun á næstunni. Heimastjórn er þess fullviss að Fjarðarheiðargöng verði þar áfram næstu göng á Íslandi.

Einnig var til umræðu færsla húsa á Seyðisfirði, ofanflóðavarnir, staða mála varðandi uppbyggingu knattspyrnusvæðis, málefni Seyðisfjarðarhafnar, koma skemmtiferðaskipa, starfshópur um Seyðisfjarðarskóla og fyrirhugaðar framkvæmdir við Gamla ríkið í sumar. Auk þess farið yfir húsbyggingar á fótboltavellinum þar sem áætlað er að reisa húsið við Lækjargötu í lok maí.

Heimastjórn fagnar ákvörðun byggðarráðs um framtíð Garðs, Hafnargötu 42. Til stendur að auglýsa eftir aðilum sem eru tilbúnir til að eignast húseignina með þeim skilyrðum með því að eignin verði færð inn í bæ.

Heimastjórn þakkar Birni fyrir komuna og greinargóða yfirferð.

Gestir

  • Björn Ingimarsson - mæting: 14:00

4.Starfshópur vegna hamfaranna á Seyðisfirði desember 2020

Málsnúmer 202012168Vakta málsnúmer

Gauti Jóhannesson kom á fundinn og fór yfir vinnu starfshóps vegna hamfaranna á Seyðisfirði. Starfshópurinn var á vegum ríkisstjórnarinnar og átti að fylgja eftir málum er vörðuðu aðkomu ríkisins að hreinsun á svæðinu og öðrum aðgerðum sem studdu við að koma samfélaginu í starfhæft horf á ný.

Heimastjórn telur að það hafi verið mikilvægt skref að samræma aðkomu ráðuneyta í gegnum þennan hóp, það hafi skilað tilætluðum árangri varðandi fyrstu viðbrögð í kjölfar hamfaranna. Heimastjórn telur þó brýnt að sveitarstjórn haldi óloknum verkefnum á lofti í viðeigandi ráðuneytum.

Heimastjórn Seyðisfjarðar þakkar Gauta fyrir komuna og greinargóða yfirferð.

Gestir

  • Gauti Jóhannesson - mæting: 15:00

5.Útsýnispallur á Bjólfi- Baugur Bjólfs

Málsnúmer 202304063Vakta málsnúmer

Heimastjórn Seyðisfjarðar fagnar styrkveitingu frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða 2023 en verkefnið "Baugur Bjólfs" fékk hæsta styrkinn að þessu sinni eða 158 milljónir. Baugur Bjólfs er hringlaga útsýnispallur og þar verður einstakt útsýni yfir Seyðisfjörð. Heimastjórn telur að verkefnið muni verða aðdráttarafl fyrir ferðamenn og hafi jákvæð áhrif á samfélagið.

6.Umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og stjórn fiskveiða (veiðistjórn grásleppu), 976. mál.

Málsnúmer 202305001Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggur umsagnarbeiðnu um frumvarp til laga um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og stjórn fiskveiða (veiðistjórn grásleppu), 976. mál.

Lagt fram til kynningar.

7.Umsagnarbeiðni um stöðuleyfi, Austurvegur 4, fyrir framan Herðubreið.

Málsnúmer 202304130Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lá umsagnarbeiðni frá umhverfis- og framkvæmdasviði um umsókn frá Martin Fábry um stöðuleyfi fyrir matarvagn á planinu við félagsheimilið Herðubreið, Austurvegi 4.

Heimastjórnin á á Seyðisfirði gerir ekki athugasemdir við að veitt verði stöðuleyfi fyrir matarvagn á planinu við Herðubreið en felur starfsmanni að koma ábendingum í samræmi við umræður á fundinum til byggingafulltrúa.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Umsagnarbeiðni, Regnbogagata á Seyðisfirði sem göngugata

Málsnúmer 202304148Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lá umsagnarbeiðni frá umhverfis- og framkvæmdasviði varðandi innsent erindi frá forsvarsaðilum handverksmarkaðarins við Norðurgötu 6. Þar er óskað eftir því að Norðurgötu (Regnbogagötu) verði lokað fyrir almennri bílaumferð yfir sumartímann.

Heimastjórn tekur vel í hugmyndina og leggur til að umferð almennra ökutækja verði takmörkuð og haft verði samráð við verslun og þjónustu á svæðinu um hvaða vöruafhendingar þurfa að fara fram um götuna. Heimastjórn leggur áherslu á að útfærsla lokunar verði ekki til þess að trufla ásýnd götunnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Selavin við lónið

Málsnúmer 202304151Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lá erindi frá Elvari Snæ Kristjánssyni um hugmynd hans um selavin við lónið. Heimastjórn tekur jákvætt í erindið fyrir sitt leyti en telur það þarfnast umfjöllunar umhverfis- og framkvæmdaráðs og að fyrir liggi umsögn frá Stangveiðifélagi Seyðisfjarðar sem er leigutaki í ánni skv. samningi frá árinu 2012.

Heimastjórn þakkar Elvari fyrir erindið og vísar því til umfjöllunar hjá umhverfis- og framkvæmdaráði.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Samfélagsverkefni heimastjórna

Málsnúmer 202302101Vakta málsnúmer

Starfsmaður fór yfir kostnaðarmat á þeim tillögum sem unnið var með eftir síðasta fund. Heimastjórn felur starfsmanni að vinna áfram með málið samkvæmt umræðum á fundinum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Heimastjórn til viðtals

Málsnúmer 202209057Vakta málsnúmer

Heimastjórn Seyðisfjarðar verður til viðtals með gestum frá umhverfis- og framkvæmdasviði þann 24. maí 2023. Starfsmanni falið að undirbúa og auglýsa fundinn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Skýrsla fulltrúa sveitarstjóra á Seyðisfirði

Málsnúmer 202301014Vakta málsnúmer

Öryggismál. Ábending frá íbúa um truflandi áhrif skilta í bænum. Fleiri staðir á Seyðisfirði sem eru með hættuleg blindhorn. Starfsmaður ætlar að vinna málið með umhverfissviði.

Húsnæði á fótboltavellinum:
Íbúðakjarni við Lækjargötu: Hrafnshóll er verktaki í þessu verkefni fyrir Brák hses. Framkvæmdastjóri Hrafnshóla biðst velvirðingar á hvernig ástandið er á byggingasvæðinu en segir að það muni sjást mikill munur á verkstað á næstunni, eiga von á mannskap sem fer í að klára plötuna. Húseiningar fyrir húsið standa á hafnarbakkanum á Seyðisfirði. Framkvæmdir fara í gang á næstu tveimur vikum og byrjað verður að reisa húsið í beinu framhaldi af plötusteypu.
Íbúðir við Vallargötu: Ef allt gengur eftir skipulagi verða íbúðirnar tilbúnar í byrjun júlí. Þær verða auglýstar til leigu á heimasíðunni þegar þær eru klárar.

Regnbogagatan: var máluð á sumardaginn fyrsta. Mjög góð mæting í góðu veðri og gleðin var við völd

Plokkdagurinn var haldinn 30. apríl í kjörnum Múlaþings með mismunandi hætti. Fólk gat komið við í áhaldahúsinu til að ná í plastpoka og nýttu sumir sér það. Veðrið var gott um helgina og sáust pokar við götur og botnlanga þannig að fólk tók til hendinni og plokkaði í kringum sig sem er mjög gleðilegt og er þeim þakkað innilega fyrir það.

Fundi slitið - kl. 18:15.

Getum við bætt efni þessarar síðu?