Fara í efni

Boð til samráðs vegna stefnumótunar lagareldis

Málsnúmer 202304061

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 81. fundur - 18.04.2023

Fyrir liggur frá matvælaráðuneytinu boð til samráðs vegna stefnumótunar lagareldis.

Helgi Hlynur Ágrímsson lagði fram eftirfarandi bókun:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að þiggja boð um að taka þátt í samráðsferli varðandi stefnumótun lagareldis þar sem horft verði til þess m.a. að móta heildstæða stefnu um uppbyggingu, eftirlit, umgjörð og gjaldtöku fiskeldis. Auk þess þarf að leggja áherslu á að ef meirihluti íbúa legst gegn eldi í fjörðum, verði ekki gefin leifi fyrir eldi. Sveitarstjóra falið að koma þessu á framfæri við matvælaráðuneytið.

Bókun var felld með 3 atkvæðum, tveir með (HHÁ,HÞ)

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að þiggja boð um að taka þátt í samráðsferli varðandi stefnumótun lagareldis þar sem horft verði til þess m.a. að móta heildstæða stefnu um uppbyggingu, umgjörð og gjaldtöku fiskeldis. Sveitarstjóra falið að koma þessu á framfæri við matvælaráðuneytið.

Samþykkt með 3 atkvæðum, tveir sátu hjá (HHÁ,HÞ)

Byggðaráð Múlaþings - 92. fundur - 22.08.2023

Fyrir liggur tölvupóstur frá fulltrúa matvælaráðuneytis varðandi mögulega umsögn sveitarfélagsins um stefnumótun lagareldis til ársins 2040. Jafnframt liggur fyrir umsögn stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga um umrætt mál.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings tekur undir þær áherslur er fram koma í umsögn Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga um stefnumótun lagareldis til ársins 2040. Sveitarstjóra falið að koma þessari afgreiðslu á framfæri við matvælaráðuneytið.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?