Fara í efni

Byggðaráð Múlaþings

92. fundur 22. ágúst 2023 kl. 08:30 - 10:25 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
  • Vilhjálmur Jónsson varaformaður
  • Ívar Karl Hafliðason aðalmaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Helgi Hlynur Ásgrímsson aðalmaður
  • Þröstur Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
  • Inga Þorvaldsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Inga Þorvaldsdóttir fulltrúi á stjórnsýslusviði

1.Fjármál 2023

Málsnúmer 202301003Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri og sveitarstjóri fóru yfir og kynntu mál er varða fjármál og rekstur sveitarfélagsins.

Lagt fram til kynningar.

2.Miðgarðsíbúðir, kostnaður og viðhald

Málsnúmer 202308072Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri og fjármálastjóri fóru yfir mat á kostnaði við viðhald á íbúðum sveitarfélagsins í Miðgarði 5 auk mögulegs söluandvirðis viðkomandi eigna sem og kostnaði á mögulegum kaupum nýrra íbúða í þeirra stað. Einnig lá fyrir minnisblað félagsmálastjóra varðandi umræddar eignir.

Í vinnslu.

3.Jafnréttisáætlun Múlaþings

Málsnúmer 202308037Vakta málsnúmer

Fyrir liggur uppfærð jafnréttisáætlun Múlaþings til afgreiðslu.

Í vinnslu.

4.Ágangur búfjár á heimalöndum

Málsnúmer 202307027Vakta málsnúmer

Fyrir liggja umsagnir heimastjórna við tillögum að verklagsreglum varðandi ágang búfjár á heimalöndum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings felur skrifstofustjóra að láta yfirfara og uppfæra tillögur að verklagsreglum varðandi ágang búfjár í heimalöndum með hliðsjón af umsögnum heimastjórna. Þar sem mikil réttaróvissa er í tengslum við túlkun laga nr. 38/2013 um búfjárhald og laga nr. 6/1986 um afréttamálefni, fjallskil o.fl. telur byggðaráð rétt að bíða með að virkja umræddar verklagsreglur þar til leiðbeinandi álit verður gefið út af stjórnvöldum.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

5.Faktorshúsið Djúpavogi

Málsnúmer 202103213Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun heimastjórnar Djúpavogs, dags. 10.08.2023, varðandi erindi um möguleg kaup eða leigu á Faktorshúsi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings tekur undir með heimastjórn Djúpavogs varðandi það að hugmyndir Goðaborgar ehf. varðandi framtíðarnýtingu Faktorshúss á Djúpavogi eru áhugaverðar. Byggðaráð felur sveitarstjóra ásamt fulltrúa sveitarstjóra á Djúpavogi að koma á viðræðum með fulltrúum Goðaborgar ehf. og móta tillögur að útfærslu sem verði lagðar fyrir byggðaráð til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

6.Sláturhúsið Menningarmiðstöð, Samþykktir

Málsnúmer 202308081Vakta málsnúmer

Fyrir liggur ábending frá verkefnastjóra menningarmála varðandi endurskoðun samþykkta fyrir Sláturhúsið Menningarmiðstöð.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til framkominna ábendinga varðandi samþykktir fyrir Sláturhúsið Menningarmiðstöð felur byggðaráð Múlaþings skrifstofustjóra, ásamt atvinnu- og menningarstjóra, að láta vinna tillögur að uppfærðum samþykktum fyrir Sláturhúsið Menningarmiðstöð sem verða síðan lagðar fyrir byggðaráð til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

7.Fundargerðir stjórnar HEF 2023

Málsnúmer 202302044Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð stjórnar HEF veitna, dags. 15.08.2023.

Lagt fram til kynningar

8.Boð um áskrift að riti um Sigurð Gunnarsson

Málsnúmer 202308017Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Hjörleifi Guttormssyni þar sem Múlaþingi er boðið að gerast áskrifandi af ritinu „Í spor Sigurðar Gunnarssonar (1812-1878)“.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að sveitarfélagið gerist áskrifandi af ritinu „Í spor Sigurðar Gunnarssonar (1812-1878)“ er verður gefið út í tveimur bindum. Sveitarstjóra falið að koma afgreiðslu byggðaráðs á framfæri við útgefanda.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

9.Boð til samráðs vegna stefnumótunar lagareldis

Málsnúmer 202304061Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tölvupóstur frá fulltrúa matvælaráðuneytis varðandi mögulega umsögn sveitarfélagsins um stefnumótun lagareldis til ársins 2040. Jafnframt liggur fyrir umsögn stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga um umrætt mál.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings tekur undir þær áherslur er fram koma í umsögn Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga um stefnumótun lagareldis til ársins 2040. Sveitarstjóra falið að koma þessari afgreiðslu á framfæri við matvælaráðuneytið.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Fundi slitið - kl. 10:25.

Getum við bætt efni þessarar síðu?