Fara í efni

Útsýnispallur á Bjólfi- Baugur Bjólfs

Málsnúmer 202304063

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 34. fundur - 04.05.2023

Heimastjórn Seyðisfjarðar fagnar styrkveitingu frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða 2023 en verkefnið "Baugur Bjólfs" fékk hæsta styrkinn að þessu sinni eða 158 milljónir. Baugur Bjólfs er hringlaga útsýnispallur og þar verður einstakt útsýni yfir Seyðisfjörð. Heimastjórn telur að verkefnið muni verða aðdráttarafl fyrir ferðamenn og hafi jákvæð áhrif á samfélagið.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 162. fundur - 29.09.2025

Fyrir liggja hugmyndir um breytta staðsetningu á fyrirhuguðum bílastæðum við útsýnisstaðinn Baug Bjólfs.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fela framkvæmda- og umhverfismálastjóra að vinna að hönnun bílastæðis á nýjum stað í samræmi við fyrirliggjandi hugmyndir.

Samþykkt með 6 atkvæðum, 1 (ÁHB) situr hjá.


Getum við bætt efni þessarar síðu?