Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings

162. fundur 29. september 2025 kl. 08:30 - 11:35 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Jónína Brynjólfsdóttir formaður
  • Þórhallur Borgarson varaformaður
  • Guðný Margrét Hjaltadóttir varamaður
  • Ásdís Hafrún Benediktsdóttir aðalmaður
  • Eiður Gísli Guðmundsson aðalmaður
  • Ásrún Mjöll Stefánsdóttir aðalmaður
  • Þórunn Hrund Óladóttir varamaður
  • Hannes Karl Hilmarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Hugrún Hjálmarsdóttir framkvæmda- og umhverfismálastjóri
  • Sóley Valdimarsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála
Fundargerð ritaði: Sóley Valdimarsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála
Guðlaugur Sæbjörnsson, fjármálastjóri, sat fundinn undir liðum nr. 1-3 og 6.
Dagmar Ýr Stefánsdóttir, hafnarstjóri, sat fundinn undir liðum nr. 1-6.
Eiður Ragnarsson, staðgengill hafnarstjóra, sat fundinn undir liðum nr. 1-6.

1.Fjárhagsáætlun Múlaþings 2026 til 2029

Málsnúmer 202504066Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri situr fundinn undir þessum lið og kynnir drög að fjárhagsáætlun umhverfis- og framkvæmdasviðs.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi drög að fjárhagsáætlun og vísar henni til fyrri umræðu hjá sveitarstjórn.

Samþykkt samhljóða.

2.Fjárhagsáætlun Slökkviliðs Múlaþings 2026

Málsnúmer 202509095Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri situr fundinn undir þessum lið og kynnir drög að fjárhagsáætlun Slökkviliðs Múlaþings.
Mál áfram í vinnslu.

3.Fjárhagsáætlun hafna Múlaþings 2026

Málsnúmer 202509096Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri, hafnarstjóri og staðgengill hafnarstjóra sitja fundinn undir þessum lið og kynna drög að fjárhags- og fjárfestingaráætlunum Hafna Múlaþings.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi drög að fjárhagsáætlun og vísar henni til fyrri umræðu hjá sveitarstjórn. Fjárfestingaráætlun er áfram í vinnslu.

Samþykkt samhljóða.

4.Cruise Iceland, fundargerðir

Málsnúmer 202503082Vakta málsnúmer

Hafnastjóri situr fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggur fundargerði, ásamt fylgigögnum, frá stjórnarfundi Cruise Iceland sem haldinn var þann 28. ágúst 2025.
Lagt fram til kynningar.

5.Skýrsla hafnastjóra

Málsnúmer 202508119Vakta málsnúmer

Hafnastjóri og staðgengill hafnarstjóra fara yfir stöðu verkefna hjá höfnum Múlaþings en fyrir liggur minnisblað um áæatlaðar komur skemmiferðaskipa í Múlaþingi árin 2024 - 2027 og tekjur innan sveitarfélagsins af þeim.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur hafnarstjóra að skila inn umsögn til efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis á grunni fyrirliggjandi minnisblaðs í tengslum við komur skemmtiferðaskipa.

Samþykkt með 6 atkvæðum, 1 (ÁMS) situr hjá.

6.Umsókn um styrk við ritun sögu hafnsækinnar starfsemi í Seyðisfirði

Málsnúmer 202509169Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri, hafnarstjóri og staðgengill hafnarstjóra sitja fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggur beiðni frá Sögufélagi Seyðisfjarðar, dags. 19. september 2025, um 18 milljóna kr. styrk vegna ritunar sögu hafnsækinnar starfsemi í Seyðisfirði.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar erindið en getur því miður ekki orðið við styrkbeiðninni.

Samþykkt samhljóða.

7.Gjaldskrár 2026

Málsnúmer 202508030Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að breytingum á gjaldskrá um meðhöndlun og förgun úrgangs í Múlaþingi.
Frestað til næsta fundar.

8.Útsýnispallur á Bjólfi, Baugur Bjólfs

Málsnúmer 202304063Vakta málsnúmer

Fyrir liggja hugmyndir um breytta staðsetningu á fyrirhuguðum bílastæðum við útsýnisstaðinn Baug Bjólfs.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fela framkvæmda- og umhverfismálastjóra að vinna að hönnun bílastæðis á nýjum stað í samræmi við fyrirliggjandi hugmyndir.

Samþykkt með 6 atkvæðum, 1 (ÁHB) situr hjá.


9.Umsókn um byggingarleyfi, Hlaðir 157126, 700

Málsnúmer 202509126Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við Hlaðir (L157126) í Fellabæ.
Áformin eru í samræmi við Aðalskipulag Fljótsdalshéraðs 2008-2028 en ekkert deiliskipulag er í gildi af svæðinu. Fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til grenndarkynningar í samræmi við 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að áformin verði grenndarkynnt í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynning nái til fasteignaeigenda Sunnufells 5 (L157066) og Helgafells 4 (L157064).

Samþykkt samhljóða.

10.Aðalskipulag Múlaþings 2025-2045

Málsnúmer 202208083Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að tillögu til auglýsingar fyrir nýtt Aðalskipulag Múlaþings 2025-2045.
Mál áfram í vinnslu.

11.Fundargerðir Heilbrigðisnefndar Austurlands 2025

Málsnúmer 202502155Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð frá 186. fundi Heilbrigðisnefndar Austurlands.
Lagt fram til kynningar

12.Umsagnarbeiðni, Aðalskipulag Þingeyjarsveitar 2024-2044

Málsnúmer 202312310Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsagnarbeiðni við tillögu að nýju Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2024-2044, mál nr. 881/2023 í Skipulagsgátt. Umsagnarfrestur er til 4. nóvember 2025.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi skipulagstillögu.

Samþykkt samhljóða.

13.Umsagnarbeiðni, Breyting á Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2020-2040, Mál 942/2025

Málsnúmer 202507051Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsagnarbeiðni um kynningu vinnslutillögu fyrir breytingu á Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2020-2040 vegna breytinga er varða tjaldsvæði og íbúðabyggð á Eskifirði. Frestur til athugasemda er til og með 14. október nk.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð gerir ekki athugasemd við fyrirhuguð áform um breytingu á Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2020-2040.

Samþykkt samhljóða.

Fundi slitið - kl. 11:35.

Getum við bætt efni þessarar síðu?