Fara í efni

Selavin við lónið

Málsnúmer 202304151

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 34. fundur - 04.05.2023

Fyrir fundinum lá erindi frá Elvari Snæ Kristjánssyni um hugmynd hans um selavin við lónið. Heimastjórn tekur jákvætt í erindið fyrir sitt leyti en telur það þarfnast umfjöllunar umhverfis- og framkvæmdaráðs og að fyrir liggi umsögn frá Stangveiðifélagi Seyðisfjarðar sem er leigutaki í ánni skv. samningi frá árinu 2012.

Heimastjórn þakkar Elvari fyrir erindið og vísar því til umfjöllunar hjá umhverfis- og framkvæmdaráði.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 91. fundur - 21.08.2023

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi frá Elvari Snæ Kristjánssyni um hugmynd hans um að sett verði upp selavin við Lónið á Seyðisfirði. Erindið var tekið til umfjöllunar hjá heimastjórn Seyðisfjarðar í maí þar sem því var vísað til umfjöllunar hjá umhverfis- og framkvæmdaráði.
Í samræmi við bókun heimastjórnar var óskað eftir umsögn Stangveiðifélags Seyðisfjarðar sem er leigutaki í Fjarðará og liggur hún nú fyrir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í hugmyndir málsaðila um að sett verði upp selavin í Lóninu en telur ekki vera svigrúm í fjárhagsáætlun ársins til þess að fara í viðeigandi framkvæmdir.
Ráðið hvetur heimastjórn Seyðisfjarðar til þess að taka hugmyndina til frekari rýni við umfjöllun og vinnu í tengslum við samfélagsverkefni ársins 2024.

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?